Latibær á svið í Þjóðleikhúsinu Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Rúnar Freyr leikstýrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem verður frumsýnt í september. Tuttugu ár eru síðan Magnús Scheving hóf Latabæjarævintýrið með bókinni Áfram, Latibær. Vísir/Daníel „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18. Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18.
Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00