Innlent

Kjördæmisráð vill Guðna fram

Snærós Sindradóttir skrifar
Guðni Ágústsson á heimili sínu
Guðni Ágústsson á heimili sínu fréttablaðið/valli
Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur beðið Guðna Ágútsson, fyrrverandi ráðherra, að taka að sér að leiða lista Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

„Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk. Ég hef gefið það út við þá að kannski verði ég flugstjórinn eða ekki.“

Guðni ætlar að tilkynna um ákvörðun sína á fimmtudaginn kemur, sumardaginn fyrsta.

„Ég held að það búist allir við því að listinn verði stokkaður upp, Mér sýnist vera mikil eftirspurn eftir sterku framboði og mikill áhugi fyrir framboði sem taki flugvöllinn í fangið. Menn eru óánægðir með margt sem hefur verið gert. Mönnum finnst til dæmis þrengt að einkabílnum og svo framvegis. Ég hef verið hér í Reykjavík í 25 ár meira og minna og bjó nánast í Melabúðinni miðri þannig að ég er heimavanur.“ segir Guðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×