Greindi leikinn alla nóttina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2014 06:30 Sigurbergur Sveinsson og félagar í Haukum náðu sér ekki á strik gegn sterkri vörn FH í fyrrakvöld. fréttablaðið/stefán FH varð fyrsta liðið til að vinna Hauka á Ásvöllum í rúmt ár þegar liðið tók 1-0 forystu í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar karla á þriðjudag. Haukar, sem höfðu talsverða yfirburði í deildarkeppninni í vetur, höfðu þar að auki unnið alla fimm leiki sína gegn FH í mótsleikjum í vetur. Liðin mætast öðru sinni klukkan 19.45 í kvöld. Lið FH hefur tekið mikinn kipp eftir að Kristján Arason var fenginn inn í þjálfarateymi liðsins á ný og komst með naumindum inn í úrslitakeppnina eftir ótrúlegan lokasprett í deildinni. Liðið var svo betra frá fyrstu mínútu í leiknum gegn Haukum í fyrrakvöld og vann öruggan sjö marka sigur, 32-25. „Við vorum engan veginn sáttir við hvernig þetta spilaðist af okkar hálfu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „FH var bara beittari aðilinn og væri ósanngjarnt að fegra okkar hlut á einhvern hátt.“ Patrekur sótti sér upptöku af leiknum að honum loknum, líkt og hann gerir venjulega, og byrjaði svo að greina leikinn. „Ég sat við tölvuna til hálf fimm um morguninn. En það er mín vinna og ég hef bara gaman af henni.“ Patrekur segir að það hafi verið margt í leik sinna manna sem hafi orðið þeim að falli. Haukar hafi nýtt aðeins þrjú af tíu hraðaupphlaupum en FH skorað ellefu slík mörk. Þá hafi lærisveinar Patreks tapað boltanum tólf sinnum en FH aðeins fjórum sinnum – þar af tvívegis á lokamínútu leiksins. „En tölurnar segja bara hálfa söguna. Okkur tókst heldur ekki að halda okkar skipulagi á varnarleiknum og brutum okkur úr því sem við ætluðum að gera. Ef við ætlum að ná okkur aftur á strik þá þurfa grunnatriðin að vera í lagi. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Patrekur. FH spilaði sterka 6-0 vörn þar sem gengið var ítrekað út á skyttur Haukanna, sem náðu sér illa á strik. Patrekur segir að það hafi ekki komið sér á óvart. „Ég vissi nákvæmlega hvernig FH-ingar myndu spila. Helsti munurinn var kannski sá að þeir voru miklu beittari en áður og það segir manni hvað hugarfarið skiptir miklu máli. Þeir útfærðu sína 6-0 vörn ef til vill betur en oft áður,“ segir Patrekur sem segir að þjálfarabreytingar hjá liðum, líkt og þær sem FH hefur gert, hafi vafalaust hjálpað liðinu. „Lið sem hafa gengið í gegnum ýmislegt á tímabilinu njóta nú þess að nú hefst nýtt mót með úrslitakeppninni og þá er eðlilegt að menn komi sterkir inn eftir að hafa fengið aðeins á kjaftinn. Ég vonast til þess að mínir menn bregðist eins við og bæti fyrir það sem aflaga fór í fyrsta leiknum með því að leita aftur í grunninn og hafa bara gaman af þessu,“ útskýrir Patrekur. „Það gekk allt á afturfótunum í þessum eina leik en það getur vel reynst okkur jákvætt.“ Patrekur segir að það sé enn nóg eftir af rimmunni þrátt fyrir að Haukar hafi nú misst heimavallarréttinn. „Gott gengi í deildinni gefur manni ekkert í úrslitakeppninni og við verðum að horfast í augu við ákveðnar staðreyndir. En það þýðir heldur ekki að mála of dökka mynd af stöðunni og við ætlum okkur að spila betur í næsta leik.“Haukar urðu deildarmeistarar þriðja árið í röð nú í vor en eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan liðið varð meistari vorið 2010.Þrátt fyrir gott gengi í deildinni virðist sem liðið mæti ekki jafn sterkt til leiks í úrslitakeppninni.Til marks um það má nefna að liðið hefur tapað fyrsta leik í síðustu fjórum einvígjum sínum í úrslitakeppninni, líkt og sjá má hér fyrir neðan. 19. apríl 2012: Lokaúrslit: Haukar - HK 24-30 Haukar töpuðu einvíginu, 3-0.13. apríl 2013: Undanúrslit: Haukar - ÍR 23-24 Haukar unnu einvígið, 3-1.29. apríl 2013: Lokaúrslit: Haukar - Fram 18-20 Haukar töpuðu einvíginu, 3-1.22. apríl 2014: Undanúrslit: Haukar - FH 25-32 Vörn FH kom ekki á óvart Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
FH varð fyrsta liðið til að vinna Hauka á Ásvöllum í rúmt ár þegar liðið tók 1-0 forystu í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar karla á þriðjudag. Haukar, sem höfðu talsverða yfirburði í deildarkeppninni í vetur, höfðu þar að auki unnið alla fimm leiki sína gegn FH í mótsleikjum í vetur. Liðin mætast öðru sinni klukkan 19.45 í kvöld. Lið FH hefur tekið mikinn kipp eftir að Kristján Arason var fenginn inn í þjálfarateymi liðsins á ný og komst með naumindum inn í úrslitakeppnina eftir ótrúlegan lokasprett í deildinni. Liðið var svo betra frá fyrstu mínútu í leiknum gegn Haukum í fyrrakvöld og vann öruggan sjö marka sigur, 32-25. „Við vorum engan veginn sáttir við hvernig þetta spilaðist af okkar hálfu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „FH var bara beittari aðilinn og væri ósanngjarnt að fegra okkar hlut á einhvern hátt.“ Patrekur sótti sér upptöku af leiknum að honum loknum, líkt og hann gerir venjulega, og byrjaði svo að greina leikinn. „Ég sat við tölvuna til hálf fimm um morguninn. En það er mín vinna og ég hef bara gaman af henni.“ Patrekur segir að það hafi verið margt í leik sinna manna sem hafi orðið þeim að falli. Haukar hafi nýtt aðeins þrjú af tíu hraðaupphlaupum en FH skorað ellefu slík mörk. Þá hafi lærisveinar Patreks tapað boltanum tólf sinnum en FH aðeins fjórum sinnum – þar af tvívegis á lokamínútu leiksins. „En tölurnar segja bara hálfa söguna. Okkur tókst heldur ekki að halda okkar skipulagi á varnarleiknum og brutum okkur úr því sem við ætluðum að gera. Ef við ætlum að ná okkur aftur á strik þá þurfa grunnatriðin að vera í lagi. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Patrekur. FH spilaði sterka 6-0 vörn þar sem gengið var ítrekað út á skyttur Haukanna, sem náðu sér illa á strik. Patrekur segir að það hafi ekki komið sér á óvart. „Ég vissi nákvæmlega hvernig FH-ingar myndu spila. Helsti munurinn var kannski sá að þeir voru miklu beittari en áður og það segir manni hvað hugarfarið skiptir miklu máli. Þeir útfærðu sína 6-0 vörn ef til vill betur en oft áður,“ segir Patrekur sem segir að þjálfarabreytingar hjá liðum, líkt og þær sem FH hefur gert, hafi vafalaust hjálpað liðinu. „Lið sem hafa gengið í gegnum ýmislegt á tímabilinu njóta nú þess að nú hefst nýtt mót með úrslitakeppninni og þá er eðlilegt að menn komi sterkir inn eftir að hafa fengið aðeins á kjaftinn. Ég vonast til þess að mínir menn bregðist eins við og bæti fyrir það sem aflaga fór í fyrsta leiknum með því að leita aftur í grunninn og hafa bara gaman af þessu,“ útskýrir Patrekur. „Það gekk allt á afturfótunum í þessum eina leik en það getur vel reynst okkur jákvætt.“ Patrekur segir að það sé enn nóg eftir af rimmunni þrátt fyrir að Haukar hafi nú misst heimavallarréttinn. „Gott gengi í deildinni gefur manni ekkert í úrslitakeppninni og við verðum að horfast í augu við ákveðnar staðreyndir. En það þýðir heldur ekki að mála of dökka mynd af stöðunni og við ætlum okkur að spila betur í næsta leik.“Haukar urðu deildarmeistarar þriðja árið í röð nú í vor en eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan liðið varð meistari vorið 2010.Þrátt fyrir gott gengi í deildinni virðist sem liðið mæti ekki jafn sterkt til leiks í úrslitakeppninni.Til marks um það má nefna að liðið hefur tapað fyrsta leik í síðustu fjórum einvígjum sínum í úrslitakeppninni, líkt og sjá má hér fyrir neðan. 19. apríl 2012: Lokaúrslit: Haukar - HK 24-30 Haukar töpuðu einvíginu, 3-0.13. apríl 2013: Undanúrslit: Haukar - ÍR 23-24 Haukar unnu einvígið, 3-1.29. apríl 2013: Lokaúrslit: Haukar - Fram 18-20 Haukar töpuðu einvíginu, 3-1.22. apríl 2014: Undanúrslit: Haukar - FH 25-32 Vörn FH kom ekki á óvart
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira