Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:15 Framsóknarheimilið í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að stíft sé fundað hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík eftir að Guðni Ágústsson hætti við að leiða lista flokksins. Áður sagði Óskar Bergsson sig frá oddvitasætinu. Fréttablaðið/Valli „Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknarmennirnir í Reykjavík sem viðhafa sömu orð um stöðu framboðsmála flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergsson tilkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflega listanum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af viðtölum við framsóknarmenn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóðanda til leiks. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandídat í fyrsta sætið. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknarmennirnir í Reykjavík sem viðhafa sömu orð um stöðu framboðsmála flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergsson tilkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflega listanum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af viðtölum við framsóknarmenn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóðanda til leiks. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandídat í fyrsta sætið. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira