Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Höfuðstöðvar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fréttablaðið/Valli Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráðherra í stærsta sveitarfélagi landsins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.Óskar BergssonFylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Guðni ÁgústssonHófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Guðrún Bryndís KarlsdóttirNú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Framsóknarflokknum og þriðja aukakjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráðherra í stærsta sveitarfélagi landsins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.Óskar BergssonFylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Guðni ÁgústssonHófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Guðrún Bryndís KarlsdóttirNú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Framsóknarflokknum og þriðja aukakjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda