Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Höfuðstöðvar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fréttablaðið/Valli Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráðherra í stærsta sveitarfélagi landsins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.Óskar BergssonFylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Guðni ÁgústssonHófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Guðrún Bryndís KarlsdóttirNú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Framsóknarflokknum og þriðja aukakjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráðherra í stærsta sveitarfélagi landsins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.Óskar BergssonFylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Guðni ÁgústssonHófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Guðrún Bryndís KarlsdóttirNú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Framsóknarflokknum og þriðja aukakjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira