Slysið á Everest setti strik í reikninginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. apríl 2014 09:15 Baltasar Kormákur er kominn heim eftir tökur á stórmyndinni Everest. Nordicphotos/Getty „Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015. Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015.
Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00
Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44
Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19
Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45