Spennandi starf gæti lokkað Kristján út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2014 07:30 Kristján hefur haft góð áhrif á FH-liðið. Vísir/Daníel „Það hefur verið mjög gaman að koma aftur inn í liðið. Þetta er búið að vera ævintýri hjá okkur,“ segir handknattleiksþjálfarinn Kristján Arason en síðan hann kom til þess að aðstoða Einar Andra Einarsson með liðið hefur það heldur betur farið í gang. Eftir dramatíska lokaumferð í deildinni náði FH fjórða sætinu og komst í úrslitakeppnina. Það bjuggust samt ekki margir við því að liðið myndi veita deildarmeisturum Hauka mikla samkeppni enda voru Haukar búnir að skella FH-ingum sex sinnum í röð í vetur. Annað hefur komið á daginn því FH vann fyrstu tvo leiki liðanna. FH fékk aftur á móti fimmtán marka skell í síðasta leik en fær tækifæri á heimavelli í kvöld til þess að tryggja sig inn í lokaúrslitin. „Við vorum með sautján tæknifeila í síðasta leik og það er svona tíu of mikið. Þeir fá líka tólf hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Það gekk lítið upp. Haukarnir spiluðu samt mjög vel, ég tek það ekki af þeim,“ segir Kristján.Sjálfstraustið var farið Þegar hann kom inn í liðið var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að FH væri á leið í úrslitakeppnina. „Það var þannig ástand þarna að ég gat ekki skorast undan áskoruninni. Ég var ekkert á leið í boltann þegar þetta kom upp. Sólarhring eftir að hringt var í mig var þetta ákveðið. Mér, Einari og Elvari tókst síðan að koma tiltrú í strákana. Það var búin að vera löng taphrina og sjálfstraustið var farið,“ segir Kristján en óraði hann fyrir því að FH-liðið myndi mæta eins öflugt í rimmuna við Haukana og raunin er? „Ég er nú ansi reynslumikill og veit að liðin sem lenda í fyrsta og öðru sæti geta mætt svolítið værukær til leiks. Ég hef lent í því þrisvar sjálfur á mínum ferli. Það gerðist hjá Haukunum. Við lögðum mikla vinnu í að greina þá og náðum að loka á það sem hafði gengið upp hjá þeim gegn okkur. Þá kom ákveðið ráðleysi hjá þeim sem við gátum nýtt okkur.“FH-ingar eru einum sigri frá lokaúrslitunum.Vísir/DaníelÚrslitaleikur fyrir okkur Kristján segir að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í öðrum leiknum en þar hafi FH samt haft sigur. Áður hefur verið minnst á þriðja leikinn. Hvað með þetta viðkvæma sjálfstraust hjá FH-liðinu fyrir leikinn í kvöld? „Ég hafði smá áhyggjur af því strax eftir þriðja leikinn. Við fórum strax að vinna í þeim málum og ég er sannfærður um að strákarnir mæta til leiks með allt öðru hugarfari núna. Við stillum leiknum upp sem úrslitaleik enda okkar heimaleikur og gott tækifæri til þess að klára rimmuna fyrir framan fullt hús af fólki. Haukarnir eru með frábært lið og við verðum að eiga toppleik til þess að klára þá. Það tekst vonandi með góðum stuðningi.“ Þegar FH varð Íslandsmeistari árið 2011 var Kristján þjálfari liðsins og það lék hörkuvarnarleik. Hann hefur einmitt orðið mun sterkari síðan Kristján kom inn í þjálfarateymið. „Þeir höfðu verið að spila þessa 6/0-vörn en ég breytti nokkrum atriðum sem snúa meira að liðunum sem við erum að mæta. Það hefur gefið góða raun allt fram að síðasta leik gegn Haukunum. Þegar við fáum síðan fimmtán varða bolta eða meira þá vinnum við. Það var sorglegt síðast að byrja með fína markvörslu en sóknarleikurinn fylgdi ekki eftir.“Kristján ræðir við sína menn.Vísir/DaníelMyndi skoða atvinnuþjálfarann Þó að Kristján sé ekki búinn að vera aðalþjálfari um tíma þá hefur hann verið að þjálfa unglingalandslið. Hvað með framhaldið? Hefur hann hug á að þjálfa aftur af fullum krafti? „Þetta er mjög bindandi starf og hefur ekki hentað þegar maður vinnur á fullu því maður vill gera þetta vel. Ég er svo heppinn að vera á milli starfa núna og hef því tíma. Þá er gaman að stúdera. Eina sem ég myndi skoða væri atvinnuþjálfari en það yrði að vera mjög spennandi til þess að ég skoðaði það af alvöru,“ segir Kristján en hann hefur síðustu ár verið orðaður við lið úti í Evrópu. „Undanfarin ár hefur alltaf eitthvað komið upp á og að sama skapi eitthvað orðið til þess að ég afþakkaði. Það var allt frá Bundesligu-liðum og í önnur lönd. Þá hentaði mér ekki að fara út. Ég er ekki að skoða neitt af neinni alvöru í augnablikinu. Ef eitthvað kemur þá verður væntanlega haldinn fjölskyldufundur.“ Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Það hefur verið mjög gaman að koma aftur inn í liðið. Þetta er búið að vera ævintýri hjá okkur,“ segir handknattleiksþjálfarinn Kristján Arason en síðan hann kom til þess að aðstoða Einar Andra Einarsson með liðið hefur það heldur betur farið í gang. Eftir dramatíska lokaumferð í deildinni náði FH fjórða sætinu og komst í úrslitakeppnina. Það bjuggust samt ekki margir við því að liðið myndi veita deildarmeisturum Hauka mikla samkeppni enda voru Haukar búnir að skella FH-ingum sex sinnum í röð í vetur. Annað hefur komið á daginn því FH vann fyrstu tvo leiki liðanna. FH fékk aftur á móti fimmtán marka skell í síðasta leik en fær tækifæri á heimavelli í kvöld til þess að tryggja sig inn í lokaúrslitin. „Við vorum með sautján tæknifeila í síðasta leik og það er svona tíu of mikið. Þeir fá líka tólf hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Það gekk lítið upp. Haukarnir spiluðu samt mjög vel, ég tek það ekki af þeim,“ segir Kristján.Sjálfstraustið var farið Þegar hann kom inn í liðið var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að FH væri á leið í úrslitakeppnina. „Það var þannig ástand þarna að ég gat ekki skorast undan áskoruninni. Ég var ekkert á leið í boltann þegar þetta kom upp. Sólarhring eftir að hringt var í mig var þetta ákveðið. Mér, Einari og Elvari tókst síðan að koma tiltrú í strákana. Það var búin að vera löng taphrina og sjálfstraustið var farið,“ segir Kristján en óraði hann fyrir því að FH-liðið myndi mæta eins öflugt í rimmuna við Haukana og raunin er? „Ég er nú ansi reynslumikill og veit að liðin sem lenda í fyrsta og öðru sæti geta mætt svolítið værukær til leiks. Ég hef lent í því þrisvar sjálfur á mínum ferli. Það gerðist hjá Haukunum. Við lögðum mikla vinnu í að greina þá og náðum að loka á það sem hafði gengið upp hjá þeim gegn okkur. Þá kom ákveðið ráðleysi hjá þeim sem við gátum nýtt okkur.“FH-ingar eru einum sigri frá lokaúrslitunum.Vísir/DaníelÚrslitaleikur fyrir okkur Kristján segir að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í öðrum leiknum en þar hafi FH samt haft sigur. Áður hefur verið minnst á þriðja leikinn. Hvað með þetta viðkvæma sjálfstraust hjá FH-liðinu fyrir leikinn í kvöld? „Ég hafði smá áhyggjur af því strax eftir þriðja leikinn. Við fórum strax að vinna í þeim málum og ég er sannfærður um að strákarnir mæta til leiks með allt öðru hugarfari núna. Við stillum leiknum upp sem úrslitaleik enda okkar heimaleikur og gott tækifæri til þess að klára rimmuna fyrir framan fullt hús af fólki. Haukarnir eru með frábært lið og við verðum að eiga toppleik til þess að klára þá. Það tekst vonandi með góðum stuðningi.“ Þegar FH varð Íslandsmeistari árið 2011 var Kristján þjálfari liðsins og það lék hörkuvarnarleik. Hann hefur einmitt orðið mun sterkari síðan Kristján kom inn í þjálfarateymið. „Þeir höfðu verið að spila þessa 6/0-vörn en ég breytti nokkrum atriðum sem snúa meira að liðunum sem við erum að mæta. Það hefur gefið góða raun allt fram að síðasta leik gegn Haukunum. Þegar við fáum síðan fimmtán varða bolta eða meira þá vinnum við. Það var sorglegt síðast að byrja með fína markvörslu en sóknarleikurinn fylgdi ekki eftir.“Kristján ræðir við sína menn.Vísir/DaníelMyndi skoða atvinnuþjálfarann Þó að Kristján sé ekki búinn að vera aðalþjálfari um tíma þá hefur hann verið að þjálfa unglingalandslið. Hvað með framhaldið? Hefur hann hug á að þjálfa aftur af fullum krafti? „Þetta er mjög bindandi starf og hefur ekki hentað þegar maður vinnur á fullu því maður vill gera þetta vel. Ég er svo heppinn að vera á milli starfa núna og hef því tíma. Þá er gaman að stúdera. Eina sem ég myndi skoða væri atvinnuþjálfari en það yrði að vera mjög spennandi til þess að ég skoðaði það af alvöru,“ segir Kristján en hann hefur síðustu ár verið orðaður við lið úti í Evrópu. „Undanfarin ár hefur alltaf eitthvað komið upp á og að sama skapi eitthvað orðið til þess að ég afþakkaði. Það var allt frá Bundesligu-liðum og í önnur lönd. Þá hentaði mér ekki að fara út. Ég er ekki að skoða neitt af neinni alvöru í augnablikinu. Ef eitthvað kemur þá verður væntanlega haldinn fjölskyldufundur.“
Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira