Miðað við höfðatölu Mikael Torfason skrifar 5. maí 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun