Innlent

„Steypa og stórkarlaleg mannvirki“ ekki á dagskrá

Bjarki Ármannsson skrifar
Sóley Tómasdóttir og Kjartan Magnússon.
Sóley Tómasdóttir og Kjartan Magnússon. Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn vísaði í gær tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um samgöngusamning Reykjavíkur við ríkið til borgarráðs. Það var Kjartan Magnússon sem mælti fyrir tillögunni en hún fólst í því að óskað yrði eftir endurskoðun á samningnum með það að markmiði að á samningstímabilinu verði ráðist í stórframkvæmdir í samgöngumálum í Reykjavík.

„Samkvæmt samningnum verður ekki ráðist í neinar slíkar framkvæmdir fram til ársins 2022,“ segir Kjartan. „Það finnst okkur mjög slæmt.“

Hann segir að með framkvæmdum væri hægt að fækka slysum við fjölfarin gatnamót svo um munar, til dæmis með því að gera þau mislæg líkt og gert var á gatnamótum Skeiðarvogs og Miklubrautar. Þar hafi slysum fækkað um heil níutíu prósent.

„Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum vill meirihlutinn ekki halda áfram í þessa átt,“ segir Kjartan.

Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna mæltu gegn tillögunni á fundinum. Notaði Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, hugtakið „steypa og stórkarlaleg mannvirki“ um hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og sagðist enga ástæðu sjá til að breyta samningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×