„Þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 8. maí 2014 15:00 Brynjar Dagur vill vekja athygli á popping-dansstílnum. vísir/andri marínó Götudansmenningin á Íslandi fer ört vaxandi og þá ekki síst vegna nýjasta popping-dansæðisins og sigurvegara í Ísland Got Talent sem sérhæfir sig í slíkum danssporum. Sjálfur segist Brynjar Dagur Albertsson vonast til þess að sjá danssenuna stækka enn meira. „Ég er búinn að heyra að fullt af yngri krökkum sem sáu atriðið í þættinum ætli að reyna fyrir sér í popping,“ segir Brynjar Dagur. „Ég held að atriðið hafi vakið athygli á þessu og ég vona að margir muni byrja að poppa.“ Brynjar Dagur lærði umræddan dansstíl hjá Brynju Péturs í götudansskólanum hennar. „Popping-tæknin er í grunninn bara vöðvastjórnun,“ segir Brynja. „Þú spennir og sleppir vöðva. Þú ert að þjálfa þannig að ‘hittin' þín verði eins sterk og hægt er.“ Svonefndur popping-dansstíll varð til á vesturströnd Bandaríkjanna í lok sjöunda áratugarins og var mikið dansaður við fönk- og raftónlist.Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent.mynd/einkasafn„Nú í dag eru dansararnir líka farnir að dansa við dubstep, eins og Brynjar gerði í Ísland Got Talent,“ segir Brynja sem hefur verið að kenna götudans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði að kenna popping í fyrra, síðan hef ég fengið erlenda gestakennara frá New York sem eru bæði upprennandi dansarar og stór nöfn,“ segir Brynja. Einn gestakennaranna var götudansarinn Android sem kenndi Brynjari Degi fyrstu popping-sporin. „Ég lærði mikið af honum, síðan hef ég líka fengið kennslu hjá Buddha Stretch, Munk og Hurricane í gegnum Brynju,“ segir Brynjar og bætir því við að hann dansi örlítið öðruvísi útgáfu af dansstílnum en vant er. „Alvöru popping er svona búggalú í mjöðmunum og stórar hreyfingar, en ég er meira í róbót og minni hreyfingum,“ segir ungi dansarinn en Brynja Péturs segir að hver dansari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur inn í samfélagið og þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli, þú ert að læra að vera sterkur einstaklingur í dansi.“ Áhugasömum er bent á dansskóla Brynju Péturs og einnig dansnámskeiðin í Kramhúsinu en þar geta nemendur lært flestallar stefnur götudansins. Aðspurður hvort hann fari að setja sig í kennarahlutverkið segist Brynjar Dagur fyrst þurfa að fræðast og læra meira um stefnuna. „En það væri mjög gaman að kenna.“ Ísland Got Talent Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Götudansmenningin á Íslandi fer ört vaxandi og þá ekki síst vegna nýjasta popping-dansæðisins og sigurvegara í Ísland Got Talent sem sérhæfir sig í slíkum danssporum. Sjálfur segist Brynjar Dagur Albertsson vonast til þess að sjá danssenuna stækka enn meira. „Ég er búinn að heyra að fullt af yngri krökkum sem sáu atriðið í þættinum ætli að reyna fyrir sér í popping,“ segir Brynjar Dagur. „Ég held að atriðið hafi vakið athygli á þessu og ég vona að margir muni byrja að poppa.“ Brynjar Dagur lærði umræddan dansstíl hjá Brynju Péturs í götudansskólanum hennar. „Popping-tæknin er í grunninn bara vöðvastjórnun,“ segir Brynja. „Þú spennir og sleppir vöðva. Þú ert að þjálfa þannig að ‘hittin' þín verði eins sterk og hægt er.“ Svonefndur popping-dansstíll varð til á vesturströnd Bandaríkjanna í lok sjöunda áratugarins og var mikið dansaður við fönk- og raftónlist.Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent.mynd/einkasafn„Nú í dag eru dansararnir líka farnir að dansa við dubstep, eins og Brynjar gerði í Ísland Got Talent,“ segir Brynja sem hefur verið að kenna götudans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði að kenna popping í fyrra, síðan hef ég fengið erlenda gestakennara frá New York sem eru bæði upprennandi dansarar og stór nöfn,“ segir Brynja. Einn gestakennaranna var götudansarinn Android sem kenndi Brynjari Degi fyrstu popping-sporin. „Ég lærði mikið af honum, síðan hef ég líka fengið kennslu hjá Buddha Stretch, Munk og Hurricane í gegnum Brynju,“ segir Brynjar og bætir því við að hann dansi örlítið öðruvísi útgáfu af dansstílnum en vant er. „Alvöru popping er svona búggalú í mjöðmunum og stórar hreyfingar, en ég er meira í róbót og minni hreyfingum,“ segir ungi dansarinn en Brynja Péturs segir að hver dansari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur inn í samfélagið og þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli, þú ert að læra að vera sterkur einstaklingur í dansi.“ Áhugasömum er bent á dansskóla Brynju Péturs og einnig dansnámskeiðin í Kramhúsinu en þar geta nemendur lært flestallar stefnur götudansins. Aðspurður hvort hann fari að setja sig í kennarahlutverkið segist Brynjar Dagur fyrst þurfa að fræðast og læra meira um stefnuna. „En það væri mjög gaman að kenna.“
Ísland Got Talent Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira