Nýja Solla stirða 10. maí 2014 09:30 Melkorka Davíðsdóttir Pitt setur hvergi bangin upp bleiku hárkolluna og verður Solla Stirða næsta vetur í Þjóðleikhúsinu. Fréttablaðið/stefán Fréttablaðið/Daníel „Á leiðinni í fyrstu prufuna mína, fyrir Kardimommubæinn, segi ég við mömmu: Æi, eigum við ekki bara að fara heim og gera eitthvað annað? En hún hvetur mig til að fara því við erum komnar hálfa leið upp í leikhús. Ég hef oft hugsað hvað hefði gerst ef við hefðum snúið við þennan dag því það var svona upphafið að mínu leikhúslífi. Ég lék púðluhund í þeirri sýningu, 11 ára,“ segir hin 16 ára gamla Melkorka Davíðsdóttir Pitt. Melkorka leikur Sollu stirðu í uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem fer á fjalirnar næsta haust. Rúnar Freyr Gíslason leikstýrir og Magnús Scheving er höfundur verksins en hann er sá sem hefur leikið Íþróttaálfinn frá upphafi en er sestur í helgan stein, hvað íþróttaálfinn varðar. Áætluð frumsýning er í september. Melkorka var valin úr hópi hátt í tvö hundruð hæfileikaríkra stúlkna sem sóttust eftir að fá hlutverk bleikhærðu, glaðbeittu stelpunnar í Latabæ. Karakterinn er eitt þekktasta íslenska barnahlutverk seinni tíma og því ákveðin pressa að setja upp hárkolluna. „Ég er að stíga inn í fyrirfram mótað hlutverk sem allir þekkja mjög vel og ég ætla að gera mitt besta til að skila hlutverkinu vel af mér. Solla er hress og skemmtileg stelpa sem byrjaði á því að vera stirð en dansar nú og syngur í Latabæ. Ég horfði sjálf mikið á Latabæ sem barn og nú er systir mín, sem er níu ára, aðdáandi. Ég er einmitt ekki búin að segja henni fréttirnar. Held hún verði ansi ánægð með að systir hennar verði Solla.“Bjóst ekki við að fá hlutverkið Melkorka mælti sér mót við blaðamann á kaffihúsi niðri í bæ. Skólabækurnar og yfirstrikunarpenninn eru ekki langt undan þar sem hún er á leiðinni í íslenskupróf. Melkorka stundar nám á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem hún er að fóta sig í framhaldsskólalífinu. „Ég var einmitt að lesa undir sögupróf þegar Rúnar Freyr hringdi í mig og sagði að ég hefði verið valin. Það gerði prófalesturinn miklu skemmtilegri en ég bjóst aldrei við því að fá hlutverkið. Það voru svo margar flottar stelpur að sækja um.“ Melkorka býr í Skerjafirðinum ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur kvikmyndaframleiðanda og Davíð Pitt arkitekt. Hún er elst í systkinahópnum, á systurina Ísold sem er níu ára og bróðurinn Höskuld Þór sem er eins og hálfs árs. Melkorka hefur meðal annars verið búsett um tíma í Bretlandi þar sem hún gekk í breskan skóla með miklum aga. Hún er Vesturbæingur núna. „Ég kom úr litlum bekk í Landakotsskóla, við vorum bara níu í bekk, svo það er ákveðin breyting að koma inn í MR. Mikið að gerast og mér finnst það æðislega gaman. Er komin inn í Herranótt [leikfélag MR] og verð þar í stjórn á næsta ári,“ segir Melkorka sem hefur æft ballett í mörg ár í Listdansskóla Íslands og var það þaðan sem hún var fengin í sína fyrstu prufu.Hlakkar til að setja upp bleiku hárkolluna.Heillandi leikhúsilmur Leikhúsið hefur lengi heillað Melkorku sem er ekki ókunn leiksviðinu og hefur brugðið sér í fleiri hlutverk en púðluhunds. Hún lék í Oliver Twist, Galdrakarlinum í Oz og nú síðast í Fyrirheitna landinu í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Hún er þó ekki viss um að leiklistin verði fyrir valinu í framtíðinni en draumurinn er að geta farið út fyrir landsteinana í nám. „Það er eitthvað við sviðið og leikhúsið sjálft. Það er sérstakur leikhúsilmur í loftinu sem ég elska, stemmingin er spennandi og maður kynnist skemmtilegu fólki.“ Melkorka gerir sér grein fyrir að nú verði hún ungum krökkum á öllum aldri fyrirmynd og er vel undir það búin að axla þá ábyrgð. „Rúnar Freyr spurði mig einmitt hvort ég væri nokkuð með einhverjar óviðeigandi myndir af mér á Facebook en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Ég tékkaði samt um daginn til öryggis,“ segir Melkorka hlæjandi, full tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki sameinað skóla og leikinn í Latabæ næsta vetur. „Þegar það er mikið að gera er maður bara betri í að skipuleggja sig og ég þrífst vel þannig. Sumarið fer mestan part í undirbúning fyrir leikritið og ég get eiginlega ekki beðið. Þetta verður skemmtilegt ævintýri.“Misjafnar Sollu en hlutverkið er eitt vinsælasta barnahlutverk seinni tíma.Solla stirða í gegnum tíðina:Selma Björnsdóttir – 1995. Leikfélagið Loftur setur upp leikritið Áfram Latibær. Selma hefur marga fjöruna sopið síðan hún lék Sollu á sviði og er margreynd söng- og leikkona sem og leikstjóri við góðan orðstír.Linda Ásgeirsdóttir – til ársins 2010. Frá því að hún lék Sollu er hún best þekkt fyrir að vera helmingurinn af tvíeykinu Skoppu og Skrítlu sem hafa gert garðinn frægan hjá ungu kynslóðinni í gegnum tíðina.Unnur Eggertsdóttir – frá 2010 og mun halda áfram að vera í hlutverkinu á skemmtunum. Söngkona og dagskrárgerðarkona sem tók þátt í Eurovision í fyrra og lenti í öðru sæti.Julianna Rose Mauriello – 2004-2008. Lék Sollu í fyrstu tveimur þáttaröðunum. 23 ára í dag og einbeitir sér að háskólanámi og hefur því tekið því rólega í leiklistinni síðan hún lék bleikhærðu stelpuna í Latabæ.Chloe Lang – 2013. Solla í þáttaröðum þrjú og fjögur. Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
„Á leiðinni í fyrstu prufuna mína, fyrir Kardimommubæinn, segi ég við mömmu: Æi, eigum við ekki bara að fara heim og gera eitthvað annað? En hún hvetur mig til að fara því við erum komnar hálfa leið upp í leikhús. Ég hef oft hugsað hvað hefði gerst ef við hefðum snúið við þennan dag því það var svona upphafið að mínu leikhúslífi. Ég lék púðluhund í þeirri sýningu, 11 ára,“ segir hin 16 ára gamla Melkorka Davíðsdóttir Pitt. Melkorka leikur Sollu stirðu í uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem fer á fjalirnar næsta haust. Rúnar Freyr Gíslason leikstýrir og Magnús Scheving er höfundur verksins en hann er sá sem hefur leikið Íþróttaálfinn frá upphafi en er sestur í helgan stein, hvað íþróttaálfinn varðar. Áætluð frumsýning er í september. Melkorka var valin úr hópi hátt í tvö hundruð hæfileikaríkra stúlkna sem sóttust eftir að fá hlutverk bleikhærðu, glaðbeittu stelpunnar í Latabæ. Karakterinn er eitt þekktasta íslenska barnahlutverk seinni tíma og því ákveðin pressa að setja upp hárkolluna. „Ég er að stíga inn í fyrirfram mótað hlutverk sem allir þekkja mjög vel og ég ætla að gera mitt besta til að skila hlutverkinu vel af mér. Solla er hress og skemmtileg stelpa sem byrjaði á því að vera stirð en dansar nú og syngur í Latabæ. Ég horfði sjálf mikið á Latabæ sem barn og nú er systir mín, sem er níu ára, aðdáandi. Ég er einmitt ekki búin að segja henni fréttirnar. Held hún verði ansi ánægð með að systir hennar verði Solla.“Bjóst ekki við að fá hlutverkið Melkorka mælti sér mót við blaðamann á kaffihúsi niðri í bæ. Skólabækurnar og yfirstrikunarpenninn eru ekki langt undan þar sem hún er á leiðinni í íslenskupróf. Melkorka stundar nám á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem hún er að fóta sig í framhaldsskólalífinu. „Ég var einmitt að lesa undir sögupróf þegar Rúnar Freyr hringdi í mig og sagði að ég hefði verið valin. Það gerði prófalesturinn miklu skemmtilegri en ég bjóst aldrei við því að fá hlutverkið. Það voru svo margar flottar stelpur að sækja um.“ Melkorka býr í Skerjafirðinum ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur kvikmyndaframleiðanda og Davíð Pitt arkitekt. Hún er elst í systkinahópnum, á systurina Ísold sem er níu ára og bróðurinn Höskuld Þór sem er eins og hálfs árs. Melkorka hefur meðal annars verið búsett um tíma í Bretlandi þar sem hún gekk í breskan skóla með miklum aga. Hún er Vesturbæingur núna. „Ég kom úr litlum bekk í Landakotsskóla, við vorum bara níu í bekk, svo það er ákveðin breyting að koma inn í MR. Mikið að gerast og mér finnst það æðislega gaman. Er komin inn í Herranótt [leikfélag MR] og verð þar í stjórn á næsta ári,“ segir Melkorka sem hefur æft ballett í mörg ár í Listdansskóla Íslands og var það þaðan sem hún var fengin í sína fyrstu prufu.Hlakkar til að setja upp bleiku hárkolluna.Heillandi leikhúsilmur Leikhúsið hefur lengi heillað Melkorku sem er ekki ókunn leiksviðinu og hefur brugðið sér í fleiri hlutverk en púðluhunds. Hún lék í Oliver Twist, Galdrakarlinum í Oz og nú síðast í Fyrirheitna landinu í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Hún er þó ekki viss um að leiklistin verði fyrir valinu í framtíðinni en draumurinn er að geta farið út fyrir landsteinana í nám. „Það er eitthvað við sviðið og leikhúsið sjálft. Það er sérstakur leikhúsilmur í loftinu sem ég elska, stemmingin er spennandi og maður kynnist skemmtilegu fólki.“ Melkorka gerir sér grein fyrir að nú verði hún ungum krökkum á öllum aldri fyrirmynd og er vel undir það búin að axla þá ábyrgð. „Rúnar Freyr spurði mig einmitt hvort ég væri nokkuð með einhverjar óviðeigandi myndir af mér á Facebook en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Ég tékkaði samt um daginn til öryggis,“ segir Melkorka hlæjandi, full tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Hún hefur ekki áhyggjur af því að geta ekki sameinað skóla og leikinn í Latabæ næsta vetur. „Þegar það er mikið að gera er maður bara betri í að skipuleggja sig og ég þrífst vel þannig. Sumarið fer mestan part í undirbúning fyrir leikritið og ég get eiginlega ekki beðið. Þetta verður skemmtilegt ævintýri.“Misjafnar Sollu en hlutverkið er eitt vinsælasta barnahlutverk seinni tíma.Solla stirða í gegnum tíðina:Selma Björnsdóttir – 1995. Leikfélagið Loftur setur upp leikritið Áfram Latibær. Selma hefur marga fjöruna sopið síðan hún lék Sollu á sviði og er margreynd söng- og leikkona sem og leikstjóri við góðan orðstír.Linda Ásgeirsdóttir – til ársins 2010. Frá því að hún lék Sollu er hún best þekkt fyrir að vera helmingurinn af tvíeykinu Skoppu og Skrítlu sem hafa gert garðinn frægan hjá ungu kynslóðinni í gegnum tíðina.Unnur Eggertsdóttir – frá 2010 og mun halda áfram að vera í hlutverkinu á skemmtunum. Söngkona og dagskrárgerðarkona sem tók þátt í Eurovision í fyrra og lenti í öðru sæti.Julianna Rose Mauriello – 2004-2008. Lék Sollu í fyrstu tveimur þáttaröðunum. 23 ára í dag og einbeitir sér að háskólanámi og hefur því tekið því rólega í leiklistinni síðan hún lék bleikhærðu stelpuna í Latabæ.Chloe Lang – 2013. Solla í þáttaröðum þrjú og fjögur.
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira