Eurovision slær út jólin Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 10. maí 2014 12:00 Laufey ásamt Færeyingum sem voru í miklu stuði þegar þeir mættu í FÁSES-Íslendingahittinginn fyrir undankeppnina. Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld. Laufeyju finnst dásamlegt að vera hluti af ævintýrinu sem keppnin er. Jólin eru í maí hjá Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðingi í velferðarráðuneytinu, en fyrir henni er Eurovision-keppnin aðfangadagur, jóladagur, pakkarnir og jólafötin allt samanlagt í tíunda veldi. Hún er úti í Kaupmannahöfn núna og er þetta fjórða skiptið sem hún fer á Eurovision-keppnina. „Þetta er einhvers konar Eurovision-sápukúla sem maður dettur inn í hérna. Það þarf hvorki að hafa vit á Eurovision eða gaman af henni almennt til að hrífast með. Allir þeir sem koma hingað fá bakteríuna og hún er mjög smitandi. Þetta er svo dásamleg upplifun. Hér koma allir saman í mesta bróðerni til að syngja lag í þrjár mínútur, þvert á öll landamæri og án allra pólitískra hindrana. Hér ríkir ást og kærleikur, og mikið af honum.“Óvænt hjá Pollapönki í kvöld Laufey segist ekki hafa átt von á því að Pollapönkarar kæmust áfram í undankeppninni á þriðjudag en alltaf vonað það innst inni. „Þetta var svo gaman og skemmtilegt að sjá hvað þeir sjálfir voru glaðir og skemmtu sér vel. Ef ég á að vera hreinskilin þá spái ég Íslandi sextánda til átjánda sætinu í kvöld en í Eurovision getur allt gerst. Keppnin í ár er ekki eins sterk og undanfarin ár. Það er enginn augljós sigurvegari í ár eins og svo oft áður, til dæmis þegar Alexander Rybak vann 2009 og Loreen 2012. Ég fór á blaðamannafund eftir keppnina á þriðjudag og þá sögðust þeir Heiðar og Halli luma á trompi upp í erminni fyrir keppnina í kvöld, einhverju tengdu búningum og glimmeri, þannig að það gæti eitthvað óvænt gerst,“ segir Laufey og hlær. Þörf á aðdáendaklúbbiLaufey er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og er meðlimur númer 007. „Hjá okkur eru meðlimir númeraðir, þetta er allt mjög nördalegt. Klúbburinn var stofnaður fyrir þremur árum og eru meðlimir strax orðnir eitthvað um 370 og hann orðinn einn af stóru klúbbunum í alþjóðasamtökunum, OGAE, þannig að augljóslega var mikil þörf fyrir svona klúbb. Við opnuðum nýlega heimasíðu, fases.is, þar sem við setjum inn umfjöllun um keppnina héðan.“Eftir-Eurovision-þunglyndi Eins og áður sagði hefur Laufey farið fjórum sinnum á Eurovision-keppnina. „Ég tók skandinavískan rúnt og fór til Helsinki 2007, Osló 2010, Malmö 2013 og til Köben í ár. Nú er stefnan að fara árlega enda er þetta svo gaman. Ég er líka svo heppin að eiga skilningsríka yfirmenn og samstarfsfólk. Þau þurfa að þola stöðugt tal um Eurovision fyrir keppni og eftir keppni er ég haldin svokölluðu PED, Post-Eurovision Depression (Eftir-Eurovision-þunglyndi). Við í FÁSES erum einmitt að bíða eftir að það verði skilgreint sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ segir Laufey á léttu nótunum og brosir. Gaman að Ísland sé með Laufey hlakkar mikið til laugardagsins og ætlar að njóta keppninnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. „Ég ætla líka að njóta þess að Ísland sé með, það er alltaf skemmtilegra. Það eru ekki allir sem myndu horfa á úrslitin í kvöld ef við hefðum ekki komist áfram en Eurovision er alltaf jafn gott fyrir mér.“ Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld. Laufeyju finnst dásamlegt að vera hluti af ævintýrinu sem keppnin er. Jólin eru í maí hjá Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðingi í velferðarráðuneytinu, en fyrir henni er Eurovision-keppnin aðfangadagur, jóladagur, pakkarnir og jólafötin allt samanlagt í tíunda veldi. Hún er úti í Kaupmannahöfn núna og er þetta fjórða skiptið sem hún fer á Eurovision-keppnina. „Þetta er einhvers konar Eurovision-sápukúla sem maður dettur inn í hérna. Það þarf hvorki að hafa vit á Eurovision eða gaman af henni almennt til að hrífast með. Allir þeir sem koma hingað fá bakteríuna og hún er mjög smitandi. Þetta er svo dásamleg upplifun. Hér koma allir saman í mesta bróðerni til að syngja lag í þrjár mínútur, þvert á öll landamæri og án allra pólitískra hindrana. Hér ríkir ást og kærleikur, og mikið af honum.“Óvænt hjá Pollapönki í kvöld Laufey segist ekki hafa átt von á því að Pollapönkarar kæmust áfram í undankeppninni á þriðjudag en alltaf vonað það innst inni. „Þetta var svo gaman og skemmtilegt að sjá hvað þeir sjálfir voru glaðir og skemmtu sér vel. Ef ég á að vera hreinskilin þá spái ég Íslandi sextánda til átjánda sætinu í kvöld en í Eurovision getur allt gerst. Keppnin í ár er ekki eins sterk og undanfarin ár. Það er enginn augljós sigurvegari í ár eins og svo oft áður, til dæmis þegar Alexander Rybak vann 2009 og Loreen 2012. Ég fór á blaðamannafund eftir keppnina á þriðjudag og þá sögðust þeir Heiðar og Halli luma á trompi upp í erminni fyrir keppnina í kvöld, einhverju tengdu búningum og glimmeri, þannig að það gæti eitthvað óvænt gerst,“ segir Laufey og hlær. Þörf á aðdáendaklúbbiLaufey er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og er meðlimur númer 007. „Hjá okkur eru meðlimir númeraðir, þetta er allt mjög nördalegt. Klúbburinn var stofnaður fyrir þremur árum og eru meðlimir strax orðnir eitthvað um 370 og hann orðinn einn af stóru klúbbunum í alþjóðasamtökunum, OGAE, þannig að augljóslega var mikil þörf fyrir svona klúbb. Við opnuðum nýlega heimasíðu, fases.is, þar sem við setjum inn umfjöllun um keppnina héðan.“Eftir-Eurovision-þunglyndi Eins og áður sagði hefur Laufey farið fjórum sinnum á Eurovision-keppnina. „Ég tók skandinavískan rúnt og fór til Helsinki 2007, Osló 2010, Malmö 2013 og til Köben í ár. Nú er stefnan að fara árlega enda er þetta svo gaman. Ég er líka svo heppin að eiga skilningsríka yfirmenn og samstarfsfólk. Þau þurfa að þola stöðugt tal um Eurovision fyrir keppni og eftir keppni er ég haldin svokölluðu PED, Post-Eurovision Depression (Eftir-Eurovision-þunglyndi). Við í FÁSES erum einmitt að bíða eftir að það verði skilgreint sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ segir Laufey á léttu nótunum og brosir. Gaman að Ísland sé með Laufey hlakkar mikið til laugardagsins og ætlar að njóta keppninnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. „Ég ætla líka að njóta þess að Ísland sé með, það er alltaf skemmtilegra. Það eru ekki allir sem myndu horfa á úrslitin í kvöld ef við hefðum ekki komist áfram en Eurovision er alltaf jafn gott fyrir mér.“
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira