„Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2014 10:39 Snæbjörn heldur að Pollapönkarar hafi haft áhrif á ansi marga. Mynd/Eurovision „Þetta var rosalega gaman. Okkur fannst pressunni af okkur létt þegar við komumst áfram úr undanriðlinum þannig að við vöknuðum brosandi, hressir og glaðir á laugardag. Dagurinn var ótrúlega auðveldur – bara eitt gott og stórt partí,“ segir appelsínuguli pollinn Snæbjörn Ragnarsson í Pollapönki. Sveitin lenti í 15. sæti í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Snæbjörn segir þá Pollapönkara ekki hafa velt sér upp úr spám. „Eina sem við vissum var að við færum á svið og gerðum það sem við gerum best,“ segir hann. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst fór með sigur úr býtum í Eurovision. Segir Snæbjörn íslenska hópinn hæstánægðan með það. „Hún er algerlega glæsileg. Það var mikið talað um að hún væri öðruvísi en hún vann ekkert út af því að hún þótti skrýtin heldur var lagið gott og hún er svo mikill listamaður. Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því klárlega.“ Aðspurður um hvernig Pollapönkarar hafi eytt kvöldinu eftir úrslitin segir Snæbjörn að þeir hafi fagnað hóflega enda verið dálítið þreyttir. „Við skáluðum og fórum upp á hótel þar sem við vorum með samsæti í lobbýinu. Síðan fór fólk bara sína leið, sumir fóru á klúbb en aðrir fóru upp á herbergi. Við vorum flestir búnir að sofa lítið og fundum fyrir spennufallinu þannig að daginn eftir tékkuðum við okkur út af herbergjunum og röltum um niðri í bæ, hver í sínu lagi. Verkefnið er búið og við erum ánægðir með okkur.“ Snæbjörn segir Pollapönkara vissulega hafa aflað sér aðdáenda víða um Evrópu. „Við höfum verið stoppaðir af alls konar fólki, alls staðar að, sem veit hverjir við erum. Ég vissi að þetta væri risastórt batterí en ég áttaði mig ekki á því hve ofboðslega stórt þetta væri. Ég held að Pollarnir hafi haft áhrif á ansi marga. Við höfum fengið fullt af persónulegum póstum þar sem fólk þakkar fyrir að við séum að vekja athygli á þessu málefni sem er bara frábært.“ Nú tekur raunveruleikinn við og Snæbjörn mættur aftur til vinnu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Nú er sápukúlan sprungin. Ég get örugglega ekki séð appelsínugulan lit aftur án þess að fá Eurovision-fíling. Það kom skemmtilega á óvart hvað var gaman að vera með naglalakk og ég á örugglega eftir að vera með naglalakk aftur til hátíðabrigða. En nú er ég kominn aftur í hermannaklossana,“ segir Snæbjörn.Conchita, sigurvegari Eurovision í ár.Mynd/eurovisionTippuðu á 16. sæti Þjóðarpúls Gallup framkvæmdi netkönnun dagana 7. til 9. maí á viðhorfi Íslendinga til lagsins Enga fordóma. Úrtaksstærð var fjórtán hundruð einstaklingar átján ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 46,1 prósent. Þátttakendur voru meðal annars spurðir í hvaða sæti þeir héldu að Ísland myndi lenda í keppninni. 20% héldu að Ísland myndi lenda í 16. sæti. 9% tippuðu á 10. sæti og 8% á 20. sæti. Aðeins 2% héldu að Pollapönkarar myndu sigra en 5% stóðu í þeirri trú að þeir myndu enda í síðasta sæti. Að meðaltali héldu Íslendingar að lagið myndi lenda í 15. sæti sem varð raunin. Af þeim sem svöruðu tóku 89% afstöðu til spurningarinnar. 16. sætið hefur fylgt Íslendingum en við höfum þrisvar sinnum lent í því sæti í aðalkeppninni – árið 1986, 1987 og 1988. Þá lenti framlag Selmu Björnsdóttur, If I had your love, í 16. sæti í undankeppninni árið 2005 og komst ekki í úrslit. Í netkönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir hvernig þeim líkaði framlag Íslands. 18% voru að öllu leyti ánægð með lagið, 21% mjög ánægð og 21% frekar ánægð. Þá voru 25% hvorki ánægð né óánægð, 8% frekar óánægð, 5% mjög óánægð og 2% að öllu leyti óánægð. Af þeim sem svöruðu tóku 97% afstöðu til spurningarinnar. Eurovision Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman. Okkur fannst pressunni af okkur létt þegar við komumst áfram úr undanriðlinum þannig að við vöknuðum brosandi, hressir og glaðir á laugardag. Dagurinn var ótrúlega auðveldur – bara eitt gott og stórt partí,“ segir appelsínuguli pollinn Snæbjörn Ragnarsson í Pollapönki. Sveitin lenti í 15. sæti í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Snæbjörn segir þá Pollapönkara ekki hafa velt sér upp úr spám. „Eina sem við vissum var að við færum á svið og gerðum það sem við gerum best,“ segir hann. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst fór með sigur úr býtum í Eurovision. Segir Snæbjörn íslenska hópinn hæstánægðan með það. „Hún er algerlega glæsileg. Það var mikið talað um að hún væri öðruvísi en hún vann ekkert út af því að hún þótti skrýtin heldur var lagið gott og hún er svo mikill listamaður. Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því klárlega.“ Aðspurður um hvernig Pollapönkarar hafi eytt kvöldinu eftir úrslitin segir Snæbjörn að þeir hafi fagnað hóflega enda verið dálítið þreyttir. „Við skáluðum og fórum upp á hótel þar sem við vorum með samsæti í lobbýinu. Síðan fór fólk bara sína leið, sumir fóru á klúbb en aðrir fóru upp á herbergi. Við vorum flestir búnir að sofa lítið og fundum fyrir spennufallinu þannig að daginn eftir tékkuðum við okkur út af herbergjunum og röltum um niðri í bæ, hver í sínu lagi. Verkefnið er búið og við erum ánægðir með okkur.“ Snæbjörn segir Pollapönkara vissulega hafa aflað sér aðdáenda víða um Evrópu. „Við höfum verið stoppaðir af alls konar fólki, alls staðar að, sem veit hverjir við erum. Ég vissi að þetta væri risastórt batterí en ég áttaði mig ekki á því hve ofboðslega stórt þetta væri. Ég held að Pollarnir hafi haft áhrif á ansi marga. Við höfum fengið fullt af persónulegum póstum þar sem fólk þakkar fyrir að við séum að vekja athygli á þessu málefni sem er bara frábært.“ Nú tekur raunveruleikinn við og Snæbjörn mættur aftur til vinnu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Nú er sápukúlan sprungin. Ég get örugglega ekki séð appelsínugulan lit aftur án þess að fá Eurovision-fíling. Það kom skemmtilega á óvart hvað var gaman að vera með naglalakk og ég á örugglega eftir að vera með naglalakk aftur til hátíðabrigða. En nú er ég kominn aftur í hermannaklossana,“ segir Snæbjörn.Conchita, sigurvegari Eurovision í ár.Mynd/eurovisionTippuðu á 16. sæti Þjóðarpúls Gallup framkvæmdi netkönnun dagana 7. til 9. maí á viðhorfi Íslendinga til lagsins Enga fordóma. Úrtaksstærð var fjórtán hundruð einstaklingar átján ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 46,1 prósent. Þátttakendur voru meðal annars spurðir í hvaða sæti þeir héldu að Ísland myndi lenda í keppninni. 20% héldu að Ísland myndi lenda í 16. sæti. 9% tippuðu á 10. sæti og 8% á 20. sæti. Aðeins 2% héldu að Pollapönkarar myndu sigra en 5% stóðu í þeirri trú að þeir myndu enda í síðasta sæti. Að meðaltali héldu Íslendingar að lagið myndi lenda í 15. sæti sem varð raunin. Af þeim sem svöruðu tóku 89% afstöðu til spurningarinnar. 16. sætið hefur fylgt Íslendingum en við höfum þrisvar sinnum lent í því sæti í aðalkeppninni – árið 1986, 1987 og 1988. Þá lenti framlag Selmu Björnsdóttur, If I had your love, í 16. sæti í undankeppninni árið 2005 og komst ekki í úrslit. Í netkönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir hvernig þeim líkaði framlag Íslands. 18% voru að öllu leyti ánægð með lagið, 21% mjög ánægð og 21% frekar ánægð. Þá voru 25% hvorki ánægð né óánægð, 8% frekar óánægð, 5% mjög óánægð og 2% að öllu leyti óánægð. Af þeim sem svöruðu tóku 97% afstöðu til spurningarinnar.
Eurovision Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning