Tökum ekki annað ár án taps Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2014 06:00 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Danka Podovac. Fréttablaðið/Daníel „Stemningin er bara góð. Það er loksins að þetta byrjar,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, um Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu sem hefst í kvöld með fjórum leikjum. „Strákarnir eru byrjaðir þannig að maður er aðeins búinn að finna þefinn af sumrinu. Það er bara mikil tilhlökkun og spenna fyrir því að byrja þetta.“ Stjarnan mætir bikarmeisturum Breiðabliks í fyrstu umferð í Fífunni í Kópavogi í kvöld klukkan 19.15 en aðrir leikir sem fara fram eru Þór/KA-Valur, Selfoss-ÍBV og Afturelding-FH.Finnur ekki rólegri mann Stjarnan rúllaði upp Íslandsmótinu í fyrra en liðið vann alla átján leiki sína í deildinni með markatölunni 69-6. Fyrirliðanum líst vel á hópinn sem mætir til leiks í sumar. „Liðið lítur vel út. Við erum búin að bæta við okkur mannskap frá því í fyrra þannig við erum með sterkari hóp. Svo er líka kominn nýr þjálfari,“ segir Ásgerður Stefanía. Ólafur Þór Guðbjörnsson tók við af Þorláki Árnasyni sem var búinn að skila tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli á þremur árum í Garðabænum en Ásgerður segir breytinguna hafa heppnast vel. Það er þó smá munur á þeim tveimur. „Óli er náttúrlega fagmaður fram í fingurgóma þannig að þetta hefur gengið mjög vel. Hann hefur verið í bransanum í 20 ár en þeir eru frekar ólíkir. Yfirvegaðri mann en Óla er ekki hægt að vinna en Láki á það til að fara aðeins upp. Línan hans Óla er flatari,“ segir hún og hlær. Undirbúningur Garðabæjarliðsins hefur verið sérstakur vegna fjölda landsliðskvenna í liðinu en þær hafa verið mikið frá í vetur og vor. „Við erum alltaf að missa fimm til sex leikmenn í landsliðsferðir sem eru frekar langar þannig að undirbúningurinn hefur verið götóttur. Við byrjuðum líka aðeins seinna að undirbúa okkur því Óli tók ekki við liðinu fyrr en í janúar. En ég er ánægð með hvert liðið er komið núna,“ segir Ásgerður, sem er ein af landsliðskonunum í liði Stjörnunnar.Pakki á toppnum Stjarnan hefur leik í kvöld sem fyrr segir á móti bikarmeisturum Breiðabliks en liðin hafa mæst nýlega í tveimur stærstu vorleikjunum: Úrslitaleik Meistarakeppni KSÍ og úrslitaleik A-deildar Lengjubikarsins. Stjarnan rúllaði yfir Blika í Lengjubikarúrslitunum, 3-0, þar sem markadrottning síðasta árs, Harpa Þorsteinsdóttir, skoraði tvö mörk en Blikar svöruðu með 1-0 sigri í Meistarakeppninni með marki Telmu Þrastardóttur. Sá leikur fór fram á Samsung-vellinum, heimavelli Stjörnunnar. „Mér finnst fínt að fá svona alvöru leik í byrjun móts en að mæta Blikunum þriðja skiptið í röð var kannski ekki alveg það sem maður vildi endilega. En það er flott að fá svona sex stiga leiki því við förum til Vestmannaeyja í annarri umferð og þar verður annar hörkuleikur. Það er reyndar svolítið sérstakt að við erum eina liðið sem spilar á gervigrasi en við byrjum á tveimur útileikjum og þurfum að spila í Fífunni. Það er svolítið sárt því ég mun sakna þess að spila ekki á Kópavogsvelli, gamla heimavellinum,“ segir Ásgerður. Hún spáir mörgum liðum í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. „Þetta verður pakki á toppnum. Ég held að fjögur til fimm lið geri atlögu að titlinum. Þetta verða Breiðablik, Stjarnan, Valur, ÍBV og svo getur Selfoss alveg blandað sér í pakkann. Þetta verður engin einstefna,“ segir Ásgerður en hvaða lið er líklegast í baráttunni við Stjörnunni? „Breiðablik. Maður verður að setja pressu á þær. Þær unnu okkur í Meistarakeppninni og voru vel að þeim titli komnar.“Ekkert 2012 aftur Stjarnan varð Íslandsmeistari 2011 með yfirburðum þegar liðið vann 17 leiki og tapaði aðeins einum en sumarið 2012 mistókst liðinu að verja titilinn þrátt fyrir að vera fyrir fram talið líklegast til þess. Ásgerður segir Stjörnustúlkur meðvitaðar um hvað gerðist þá. „Það voru þessi fimm prósent sem leikmenn eiga til að gefa eftir. Þetta varð aðeins of þægilegt fyrir okkur og við héldum að við værum búnar að vinna einhverja tíu titla í röð. Þetta var bara hugarfarið. Sumarið 2012 var víti til varnaðar og nú gefum við frekar aftur í eins og á síðasta ári. Við förum samt ekki í gegnum annað tímabil þar sem við töpum ekki leik. Þetta verður jafnara í sumar,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Stemningin er bara góð. Það er loksins að þetta byrjar,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, um Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu sem hefst í kvöld með fjórum leikjum. „Strákarnir eru byrjaðir þannig að maður er aðeins búinn að finna þefinn af sumrinu. Það er bara mikil tilhlökkun og spenna fyrir því að byrja þetta.“ Stjarnan mætir bikarmeisturum Breiðabliks í fyrstu umferð í Fífunni í Kópavogi í kvöld klukkan 19.15 en aðrir leikir sem fara fram eru Þór/KA-Valur, Selfoss-ÍBV og Afturelding-FH.Finnur ekki rólegri mann Stjarnan rúllaði upp Íslandsmótinu í fyrra en liðið vann alla átján leiki sína í deildinni með markatölunni 69-6. Fyrirliðanum líst vel á hópinn sem mætir til leiks í sumar. „Liðið lítur vel út. Við erum búin að bæta við okkur mannskap frá því í fyrra þannig við erum með sterkari hóp. Svo er líka kominn nýr þjálfari,“ segir Ásgerður Stefanía. Ólafur Þór Guðbjörnsson tók við af Þorláki Árnasyni sem var búinn að skila tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli á þremur árum í Garðabænum en Ásgerður segir breytinguna hafa heppnast vel. Það er þó smá munur á þeim tveimur. „Óli er náttúrlega fagmaður fram í fingurgóma þannig að þetta hefur gengið mjög vel. Hann hefur verið í bransanum í 20 ár en þeir eru frekar ólíkir. Yfirvegaðri mann en Óla er ekki hægt að vinna en Láki á það til að fara aðeins upp. Línan hans Óla er flatari,“ segir hún og hlær. Undirbúningur Garðabæjarliðsins hefur verið sérstakur vegna fjölda landsliðskvenna í liðinu en þær hafa verið mikið frá í vetur og vor. „Við erum alltaf að missa fimm til sex leikmenn í landsliðsferðir sem eru frekar langar þannig að undirbúningurinn hefur verið götóttur. Við byrjuðum líka aðeins seinna að undirbúa okkur því Óli tók ekki við liðinu fyrr en í janúar. En ég er ánægð með hvert liðið er komið núna,“ segir Ásgerður, sem er ein af landsliðskonunum í liði Stjörnunnar.Pakki á toppnum Stjarnan hefur leik í kvöld sem fyrr segir á móti bikarmeisturum Breiðabliks en liðin hafa mæst nýlega í tveimur stærstu vorleikjunum: Úrslitaleik Meistarakeppni KSÍ og úrslitaleik A-deildar Lengjubikarsins. Stjarnan rúllaði yfir Blika í Lengjubikarúrslitunum, 3-0, þar sem markadrottning síðasta árs, Harpa Þorsteinsdóttir, skoraði tvö mörk en Blikar svöruðu með 1-0 sigri í Meistarakeppninni með marki Telmu Þrastardóttur. Sá leikur fór fram á Samsung-vellinum, heimavelli Stjörnunnar. „Mér finnst fínt að fá svona alvöru leik í byrjun móts en að mæta Blikunum þriðja skiptið í röð var kannski ekki alveg það sem maður vildi endilega. En það er flott að fá svona sex stiga leiki því við förum til Vestmannaeyja í annarri umferð og þar verður annar hörkuleikur. Það er reyndar svolítið sérstakt að við erum eina liðið sem spilar á gervigrasi en við byrjum á tveimur útileikjum og þurfum að spila í Fífunni. Það er svolítið sárt því ég mun sakna þess að spila ekki á Kópavogsvelli, gamla heimavellinum,“ segir Ásgerður. Hún spáir mörgum liðum í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. „Þetta verður pakki á toppnum. Ég held að fjögur til fimm lið geri atlögu að titlinum. Þetta verða Breiðablik, Stjarnan, Valur, ÍBV og svo getur Selfoss alveg blandað sér í pakkann. Þetta verður engin einstefna,“ segir Ásgerður en hvaða lið er líklegast í baráttunni við Stjörnunni? „Breiðablik. Maður verður að setja pressu á þær. Þær unnu okkur í Meistarakeppninni og voru vel að þeim titli komnar.“Ekkert 2012 aftur Stjarnan varð Íslandsmeistari 2011 með yfirburðum þegar liðið vann 17 leiki og tapaði aðeins einum en sumarið 2012 mistókst liðinu að verja titilinn þrátt fyrir að vera fyrir fram talið líklegast til þess. Ásgerður segir Stjörnustúlkur meðvitaðar um hvað gerðist þá. „Það voru þessi fimm prósent sem leikmenn eiga til að gefa eftir. Þetta varð aðeins of þægilegt fyrir okkur og við héldum að við værum búnar að vinna einhverja tíu titla í röð. Þetta var bara hugarfarið. Sumarið 2012 var víti til varnaðar og nú gefum við frekar aftur í eins og á síðasta ári. Við förum samt ekki í gegnum annað tímabil þar sem við töpum ekki leik. Þetta verður jafnara í sumar,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira