Fínn tímapunktur til að hætta með ÍR 13. maí 2014 07:00 Nýtt starf Bjarki Sigurðsson er nú þjálfari HK. „Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson. Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Þetta er krefjandi verkefni, ég held að liðið komist ekkert neðar en þar sem það var á þessu tímabili,“ segir Bjarki Sigurðsson, nýráðinn þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, í samtali við Fréttablaðið en Bjarki gekk frá tveggja ára samningi við Kópavogsliðið á sunnudagskvöldið. „Við hittumst á föstudaginn og ræddum málin. Svo komumst við að samkomulagi á sunnudagskvöldið. Svona staða er ekkert ný fyrir mér. Ég tók við ÍR í 1. deild þannig að maður þekkir það að vera niðri með lið og komast svo upp þannig að ég horfi bara bjartur á framtíðina hjá HK,“ segir Bjarki. HK gekk mjög illa á tímabilinu en liðið endaði langneðst í Olís-deildinni eftir mikinn leikmannamissi síðasta sumar. Það náði aðeins í þrjú stig og vann ekki nema einn leik af 21. „Það er efniviður til staðar í félaginu en það er kannski svolítið langt í einhverja. Við ætlum að keyra á ungum mönnum og styrkja það með öðrum ungum og upprennandi. Sú vinna á að vera hafin,“ segir Bjarki en skömmu eftir að tilkynnt var um samning hans tilkynntu HK-ingar að búið væri að framlengja samninga við hornamanninn Leó Snæ Pétursson og línumanninn Tryggva Tryggvason. „Það er mjög gott að halda þeim og þessum kjarna sem var þarna síðastliðinn vetur. Síðan þurfum við bara að bæta við og gera þetta að alvöru hóp.“ Bjarki hefur þjálfað ÍR undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu upp úr 1. deildinni og festi það í sessi í úrvalsdeildinni. Liðið varð bikarmeistari í fyrra og komst aftur í bikarúrslitin í ár. Illa gekk hjá liðinu undir lok þessarar leiktíðar og fór það í tilgangslaust umspil um áframhaldandi veru í deildinni. „Þetta tímabil einkenndist af miklum meiðslum. Við vorum með einn mann meiddan í bikarúrslitunum en eftir það meiðast allt að tíu menn og þá verður þetta erfitt. Margir þeirra voru lykilmenn,“ segir Bjarki sem gengur ekki svekktur frá borði þrátt fyrir árangurinn með liðið. „Ég held að þetta hafi bara verið ágætis tímapunktur til að hætta með ÍR. Þeir sáu hagsýni í að fá Bjarna (Fritzson) fyrst að hann var á leiðinni heim og mér finnst bara sniðugt að gera hann að þjálfara. Við tókum bara sameiginlega ákvörðun um að ég myndi láta af störfum. Trúðu mér, ef ég hefði verið brjálaður yfir þessu hefði ég látið í mér heyra,“ segir Bjarki sem kveður ÍR með söknuði. „Þetta voru frábær ár hjá ÍR. Þessi klúbbur er stórkostlegur. Þarna vinnur frábært fólk á bak við tjöldin en án þess hefðum við ekkert náð svona langt. Ég kveð ÍR mjög sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þjálfa þetta lið,“ segir Bjarki Sigurðsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira