Styður systur sína með töfrabrögðum Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2014 09:30 Hermann Helenuson gerir allt sem hann getur til þess að styðja systur sína. mynd/aðalsteinn „Ég ætla gera allt til þess að hjálpa systur minni, við erum mjög náin,“ segir hinn 14 ára gamli töframaður Hermann Helenuson. Hann stendur fyrir töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna ásamt Töfrahetjunum í Salnum, Kópavogi næstkomandi föstudag. Sýningin er liður í því að safna fjármagni til að systir hans Karen komist erlendis í aðgerð til að laga hryggskekkju. Slík aðgerð kostar átta milljónir króna. Hann hefur verið ötull að safna fyrir aðgerðinni með því að koma fram í afmælum og ýmiss konar uppákomum. Launin sín setur hann trúfastlega inn á söfnunarreikning systur sinnar og er þegar búinn að safna um 200.000 krónum. „Töfrahetjurnar eru samblanda af nokkrum einstaklingum sem geta gert ótrúlega hluti. Í töfrahetjunum eru meðal annars Einar Mikael töframaður og Viktoría töfrakona ásamt fleiri hetjum,“ bætir Hermann við. Litla systir hans er einnig hluti af Töfrahetjunum, Lovísa Helenudóttir, en hún er 12 ára gömul. Þau ætla öll að töfra saman og lofa flottri sýningu fyrir alla fjölskylduna. Áhorfendur fá að taka virkan þátt í sýningunni og fá nokkrir heppnir að aðstoða Töfrahetjurnar. Hermann segir að lífið hafi breyst að einhverju leyti eftir Ísland got talent-þættina. „Ég er þakklátur að hafa fengið þetta frábæra tækifæri. Það eina sem hefur breyst er kannski að fólk þekkir mann betur. Ég er samt enn þá bara með sömu vinum mínum í skólanum og líður vel,“ segir Hermann spurður út í breytingarnar. Eru ekki margir að spyrja út í töfrabrögðin? „Jújú, en það má ekki segja neitt,“ bætir Hermann við og hlær. Allur ágóði af miðasölu rennur óskertur til að safna fyrir aðgerð Karenar og fer miðasala fram á midi.is. Ísland Got Talent Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Ég ætla gera allt til þess að hjálpa systur minni, við erum mjög náin,“ segir hinn 14 ára gamli töframaður Hermann Helenuson. Hann stendur fyrir töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna ásamt Töfrahetjunum í Salnum, Kópavogi næstkomandi föstudag. Sýningin er liður í því að safna fjármagni til að systir hans Karen komist erlendis í aðgerð til að laga hryggskekkju. Slík aðgerð kostar átta milljónir króna. Hann hefur verið ötull að safna fyrir aðgerðinni með því að koma fram í afmælum og ýmiss konar uppákomum. Launin sín setur hann trúfastlega inn á söfnunarreikning systur sinnar og er þegar búinn að safna um 200.000 krónum. „Töfrahetjurnar eru samblanda af nokkrum einstaklingum sem geta gert ótrúlega hluti. Í töfrahetjunum eru meðal annars Einar Mikael töframaður og Viktoría töfrakona ásamt fleiri hetjum,“ bætir Hermann við. Litla systir hans er einnig hluti af Töfrahetjunum, Lovísa Helenudóttir, en hún er 12 ára gömul. Þau ætla öll að töfra saman og lofa flottri sýningu fyrir alla fjölskylduna. Áhorfendur fá að taka virkan þátt í sýningunni og fá nokkrir heppnir að aðstoða Töfrahetjurnar. Hermann segir að lífið hafi breyst að einhverju leyti eftir Ísland got talent-þættina. „Ég er þakklátur að hafa fengið þetta frábæra tækifæri. Það eina sem hefur breyst er kannski að fólk þekkir mann betur. Ég er samt enn þá bara með sömu vinum mínum í skólanum og líður vel,“ segir Hermann spurður út í breytingarnar. Eru ekki margir að spyrja út í töfrabrögðin? „Jújú, en það má ekki segja neitt,“ bætir Hermann við og hlær. Allur ágóði af miðasölu rennur óskertur til að safna fyrir aðgerð Karenar og fer miðasala fram á midi.is.
Ísland Got Talent Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira