Heimsóttu heimili Charlie Chaplin Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. maí 2014 08:30 Hér er dúettinn My Bubba í hljóðverinu í Los Angeles en stúlkurnar dvöldu þar í einn mánuð og tóku upp í tólf tíma á dag Mynd/Einkasafn „Þetta var spennandi ferðalag en krefjandi á köflum. Þetta var mikil vinna og við vorum í stúdíóinu í allavega tólf tíma á dag og borðuðum taco í hvert mál,“ segir Guðbjörg Bubba Tómasdóttir, önnur meðlima hljómsveitarinnar My Bubba en sveitin gaf nýverið út plötuna Goes Abroader sem tekin var upp í Los Angeles. Guðbjörg skipar sveitina ásamt hinni sænsku My og hefur hún verið starfrækt í um fimm ár. „Þetta var svakalegt flott stúdíó, sem var meðal annars með skvassvelli. Við spiluðum gjarnan skvass að upptökum loknum,“ segir Guðbjörg. Húsið sem hýsir stúdíóið var upphaflega byggt af stórleikaranum Charlie Chaplin. „Tito Jackson, bróðir Michaels Jackson, bjó svo til stúdíó í húsinu.“Noah Georgeson pródúseraði plötuna en hann hefur getið sér gott orð sem samstarfsmaður Devendra Banhart og Johanna Newsom og dvöldu stúlkurnar í Los Angeles í mánuð. „Við sendum Noah skeyti því okkur langaði svo að vinna með honum og fengum svar og kýldum á þetta,“ bætir Guðbjörg við.Þær spiluðu skvass þegar upptökum lauk á kvöldin. Það er skvasssalur í stúdíóinu.Mynd/Karólína ThorarensenMy Bubba hefur ferðast um heiminn, samið og flutt samtíma þjóðlagatónlist og tekið upp tvær breiðskífur og eina stuttskífu. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson úr The Cardigans. „Á fyrstu tónleikunum okkar í Kaupmannahöfn kom ítalskur kaffihúsaeigandi til okkar og bauð okkur til Ítalíu að spila. Fljótlega hafði ítalskur bókari samband við okkur og höfum við í raun verið í ævintýraferð síðan eða í um fimm ár,“ útskýrir Guðbjörg. Þær hafa spilað á tónleikum úti um allan heim undanfarin ár. Á fyrstu tónleikunum áttu þær bara þrjú lög og því var hjólað í lagasmíðar fyrir Ítalíutúrinn en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Við ætlum að fagna útgáfu plötunnar í kvöld á tónleikastaðnum Hannesarholti við Grundarstíg og ætlar Snorri Helgason að hita upp.“ Platan Goes Abroader kemur út á vegum Smekkleysu hér á landi en úti um heim allan á vegum dönsku útgáfunnar Fake Diamond. Sökum ævintýra stúlknanna undanfarin ár má líkja plötunni við eins konar heimsreisu. Frekari upplýsingar um sveitina má finna hér og miðasala fer fram á midi.is. Airwaves Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
„Þetta var spennandi ferðalag en krefjandi á köflum. Þetta var mikil vinna og við vorum í stúdíóinu í allavega tólf tíma á dag og borðuðum taco í hvert mál,“ segir Guðbjörg Bubba Tómasdóttir, önnur meðlima hljómsveitarinnar My Bubba en sveitin gaf nýverið út plötuna Goes Abroader sem tekin var upp í Los Angeles. Guðbjörg skipar sveitina ásamt hinni sænsku My og hefur hún verið starfrækt í um fimm ár. „Þetta var svakalegt flott stúdíó, sem var meðal annars með skvassvelli. Við spiluðum gjarnan skvass að upptökum loknum,“ segir Guðbjörg. Húsið sem hýsir stúdíóið var upphaflega byggt af stórleikaranum Charlie Chaplin. „Tito Jackson, bróðir Michaels Jackson, bjó svo til stúdíó í húsinu.“Noah Georgeson pródúseraði plötuna en hann hefur getið sér gott orð sem samstarfsmaður Devendra Banhart og Johanna Newsom og dvöldu stúlkurnar í Los Angeles í mánuð. „Við sendum Noah skeyti því okkur langaði svo að vinna með honum og fengum svar og kýldum á þetta,“ bætir Guðbjörg við.Þær spiluðu skvass þegar upptökum lauk á kvöldin. Það er skvasssalur í stúdíóinu.Mynd/Karólína ThorarensenMy Bubba hefur ferðast um heiminn, samið og flutt samtíma þjóðlagatónlist og tekið upp tvær breiðskífur og eina stuttskífu. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson úr The Cardigans. „Á fyrstu tónleikunum okkar í Kaupmannahöfn kom ítalskur kaffihúsaeigandi til okkar og bauð okkur til Ítalíu að spila. Fljótlega hafði ítalskur bókari samband við okkur og höfum við í raun verið í ævintýraferð síðan eða í um fimm ár,“ útskýrir Guðbjörg. Þær hafa spilað á tónleikum úti um allan heim undanfarin ár. Á fyrstu tónleikunum áttu þær bara þrjú lög og því var hjólað í lagasmíðar fyrir Ítalíutúrinn en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Við ætlum að fagna útgáfu plötunnar í kvöld á tónleikastaðnum Hannesarholti við Grundarstíg og ætlar Snorri Helgason að hita upp.“ Platan Goes Abroader kemur út á vegum Smekkleysu hér á landi en úti um heim allan á vegum dönsku útgáfunnar Fake Diamond. Sökum ævintýra stúlknanna undanfarin ár má líkja plötunni við eins konar heimsreisu. Frekari upplýsingar um sveitina má finna hér og miðasala fer fram á midi.is.
Airwaves Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira