Jóna Margrét kvaddi með markameti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2014 06:00 Jóna Margrét skoraði 41 mark í einvíginu. fréttablaðið/daníel Stjörnukonan Jóna Margrét Ragnarsdóttir lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Stjarnan tapaði í oddaleik á móti Val í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta á laugardaginn. Jóna Margrét náði ekki að kveðja með Íslandsmeistaragull um hálsinn en átti ótrúlegt úrslitaeinvígi þar sem hún jafnaði tólf ára met Ragnheiðar Stephensen. Jóna Margrét skoraði 41 mark í leikjunum fimm eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Hún varð þar með önnur konan í sögu úrslitakeppninnar sem brýtur 40 marka múrinn í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og sú fyrsta síðan Ragnheiður Stephensen skoraði einnig 41 mark fyrir Stjörnuna í úrslitaeinvíginu á móti Haukum vorið 2002. Ragnheiður skoraði tveimur mörkum fleira af vítalínunni heldur en Jóna Margrét í nýlokinni úrslitaseríu.Á enn metið. Ragnheiður Stephensen með Stjörnunni.fréttablaðið/pjeturSvo skemmtilega vill nú til að Jóna Margrét spilaði við hlið Ragnheiðar í þessu úrslitaeinvígi fyrir tólf árum og var þá með sextán mörk í leikjunum fimm. Jóna Margrét skoraði meira að segja einu marki meira en Ragnheiður í leik eitt eða sjö á móti sex. Ragnheiður þurfti eins og Jóna Margrét núna að sætta sig við silfurverðlaun alveg eins og sjö af átta sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi í sögu úrslitakeppni kvenna. Topplistinn fylgir hér með, en af átta efstu varð bara Ragnheiður Íslandsmeistari þegar hún skoraði 36 mörk í úrslitaeinvíginu 1998 en Stjarnan vann þá Hauka í oddaleik. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði 31 mark fyrir Val í einvíginu í ár og komst með því inn á topp tíu listann en hún er jafnframt í öðru sæti yfir þær sem hafa skorað mest og fagnað titlinum.Flest mörk í úrslitaeinvígi kvenna:41/16 Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 2014 41/18 Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 2002 38/10 Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 1997 37/9 Stella Sigurðardóttir, Fram 2012 36/10 Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 1998 34/17 Karen Knútsdóttir, Fram 2010 33/9 Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni 2013 32/9 Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 1992 31/5 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 2014 31/19 Alla Gkorioan, Gróttu/KR 2000 Olís-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Stjörnukonan Jóna Margrét Ragnarsdóttir lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Stjarnan tapaði í oddaleik á móti Val í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta á laugardaginn. Jóna Margrét náði ekki að kveðja með Íslandsmeistaragull um hálsinn en átti ótrúlegt úrslitaeinvígi þar sem hún jafnaði tólf ára met Ragnheiðar Stephensen. Jóna Margrét skoraði 41 mark í leikjunum fimm eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Hún varð þar með önnur konan í sögu úrslitakeppninnar sem brýtur 40 marka múrinn í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og sú fyrsta síðan Ragnheiður Stephensen skoraði einnig 41 mark fyrir Stjörnuna í úrslitaeinvíginu á móti Haukum vorið 2002. Ragnheiður skoraði tveimur mörkum fleira af vítalínunni heldur en Jóna Margrét í nýlokinni úrslitaseríu.Á enn metið. Ragnheiður Stephensen með Stjörnunni.fréttablaðið/pjeturSvo skemmtilega vill nú til að Jóna Margrét spilaði við hlið Ragnheiðar í þessu úrslitaeinvígi fyrir tólf árum og var þá með sextán mörk í leikjunum fimm. Jóna Margrét skoraði meira að segja einu marki meira en Ragnheiður í leik eitt eða sjö á móti sex. Ragnheiður þurfti eins og Jóna Margrét núna að sætta sig við silfurverðlaun alveg eins og sjö af átta sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi í sögu úrslitakeppni kvenna. Topplistinn fylgir hér með, en af átta efstu varð bara Ragnheiður Íslandsmeistari þegar hún skoraði 36 mörk í úrslitaeinvíginu 1998 en Stjarnan vann þá Hauka í oddaleik. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði 31 mark fyrir Val í einvíginu í ár og komst með því inn á topp tíu listann en hún er jafnframt í öðru sæti yfir þær sem hafa skorað mest og fagnað titlinum.Flest mörk í úrslitaeinvígi kvenna:41/16 Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 2014 41/18 Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 2002 38/10 Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 1997 37/9 Stella Sigurðardóttir, Fram 2012 36/10 Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 1998 34/17 Karen Knútsdóttir, Fram 2010 33/9 Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni 2013 32/9 Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 1992 31/5 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 2014 31/19 Alla Gkorioan, Gróttu/KR 2000
Olís-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira