Eftirréttir sem þarf ekki að baka - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2014 09:30 Mörgum finnst ekkert sérstaklega gaman að baka en vilja samt bjóða upp á dýrindiseftirrétti sem eru sætir í munni. Bakaraofninn er heldur ekki mikill vinur sumra. Lífið býður hér upp á þrjár girnilegar uppskriftir að eftirréttum sem þarf ekkert að baka heldur aðeins hræra saman nokkrum hráefnum og skella í kæli. Einfaldara getur það varla verið. Súkkulaðibitar * Um það bil 16 bitar250 g vanillukökur, með eða án krems4 msk. kakó1 bolli „condensed milk“ (fæst til dæmis í Kosti)200 g smjör2 tsk vanilludropar¾ bolli kókosmjöl½ bolli saxaðar salthneturSúkkulaðikrem½ bolli dökkt súkkulaði¼ bolli rjómi1½ bolli flórsykur Myljið kökurnar í matvinnsluvél – ekki of mikið svo nokkrir meðalstórir bitar séu enn í mulningnum. Blandið kökumylsnunni, kókosmjöli og salthnetum saman í stórri skál. Bræðið smjörið í potti og hellið „condensed milk“ og kakó saman við. Þegar allt er blandað vel saman er potturinn tekinn af hellunni og vanilludropunum bætt saman við. Blandið smjörblöndunni við kökumylsnublönduna og hellið í form sem er búið að klæða með bökunarpappír. Kælið þangað til blandan er orðin stíf. Því næst er röðin komin að súkkulaðikreminu. Hitið rjómann í örbylgjuofni í um það bil eina mínútu og hellið dökka súkkulaðinu ofan í og leyfið því að bráðna. Hrærið flórsykurinn saman við. Smyrjið kreminu yfir stífan botninn. Kælið aftur og skerið í bita. * Fengið héðan. Toblerone-ostakaka Botn: 250 g mulið súkkulaðikex 100 g bráðið smjör Fylling: 200 g Toblerone 100 g dökkt súkkulaði 250 g rjómaostur 200 ml rjómi 250 g mascarpone Toppur: 200 g Toblerone eða súkkulaðibitar Smyrjið 20 sentímetra, hringlaga kökuform. Myljið súkkulaðikexið í matvinnsluvél og blandið mylsnunni saman við smjörið. Setjið blönduna í botninn á kökuforminu og kælið á meðan fyllingin er útbúin. Bræðið Toblerone og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði. Leyfið blöndunni að kólna aðeins. Þeytið rjómaostinn þangað til hann er rjómakenndur. Þeytið rjómann í annarri skál þangað til hann er meðalstífur. Blandið rjómaosti, rjóma og mascarpone vel saman. Hrærið súkkulaðiblönduna saman við og hellið þessu yfir botninn. Kælið yfir nótt eða að minnsta kosti í átta klukkustundir. Skreytið með Toblerone-bitum eða súkkulaðibitum. * Fengið héðan. Sítrónustykki Botn: 200 g hafrakex 1 bolli kókosmjöl ½ bolli „condensed milk“ 100 g smjör börkur af 1 sítrónu Sítrónukrem: 2 bollar flórsykur 40 g mjúkt smjör safi úr 1 sítrónu Hrærið „condensed milk“ og smjör í potti í fimm mínútur yfir vægum hita og hrærið stanslaust í blöndunni á meðan. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél. Blandið mylsnunni, kókosmjöli og tveimur teskeiðum af sítrónuberki saman. Blandið þessu síðan vel saman við smjörblönduna. Þrýstið blöndunni í botninn á formi sem búið er að klæða með bökunarpappír og kælið í tvo tíma eða þangað til botninn er orðinn stífur. Blandið flórsykri, smjöri og sítrónusafa saman og breiðið kremið yfir botninn. Kælið í hálftíma til viðbótar og skreytið með smá sítrónuberki. * Fengið héðan. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Mörgum finnst ekkert sérstaklega gaman að baka en vilja samt bjóða upp á dýrindiseftirrétti sem eru sætir í munni. Bakaraofninn er heldur ekki mikill vinur sumra. Lífið býður hér upp á þrjár girnilegar uppskriftir að eftirréttum sem þarf ekkert að baka heldur aðeins hræra saman nokkrum hráefnum og skella í kæli. Einfaldara getur það varla verið. Súkkulaðibitar * Um það bil 16 bitar250 g vanillukökur, með eða án krems4 msk. kakó1 bolli „condensed milk“ (fæst til dæmis í Kosti)200 g smjör2 tsk vanilludropar¾ bolli kókosmjöl½ bolli saxaðar salthneturSúkkulaðikrem½ bolli dökkt súkkulaði¼ bolli rjómi1½ bolli flórsykur Myljið kökurnar í matvinnsluvél – ekki of mikið svo nokkrir meðalstórir bitar séu enn í mulningnum. Blandið kökumylsnunni, kókosmjöli og salthnetum saman í stórri skál. Bræðið smjörið í potti og hellið „condensed milk“ og kakó saman við. Þegar allt er blandað vel saman er potturinn tekinn af hellunni og vanilludropunum bætt saman við. Blandið smjörblöndunni við kökumylsnublönduna og hellið í form sem er búið að klæða með bökunarpappír. Kælið þangað til blandan er orðin stíf. Því næst er röðin komin að súkkulaðikreminu. Hitið rjómann í örbylgjuofni í um það bil eina mínútu og hellið dökka súkkulaðinu ofan í og leyfið því að bráðna. Hrærið flórsykurinn saman við. Smyrjið kreminu yfir stífan botninn. Kælið aftur og skerið í bita. * Fengið héðan. Toblerone-ostakaka Botn: 250 g mulið súkkulaðikex 100 g bráðið smjör Fylling: 200 g Toblerone 100 g dökkt súkkulaði 250 g rjómaostur 200 ml rjómi 250 g mascarpone Toppur: 200 g Toblerone eða súkkulaðibitar Smyrjið 20 sentímetra, hringlaga kökuform. Myljið súkkulaðikexið í matvinnsluvél og blandið mylsnunni saman við smjörið. Setjið blönduna í botninn á kökuforminu og kælið á meðan fyllingin er útbúin. Bræðið Toblerone og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði. Leyfið blöndunni að kólna aðeins. Þeytið rjómaostinn þangað til hann er rjómakenndur. Þeytið rjómann í annarri skál þangað til hann er meðalstífur. Blandið rjómaosti, rjóma og mascarpone vel saman. Hrærið súkkulaðiblönduna saman við og hellið þessu yfir botninn. Kælið yfir nótt eða að minnsta kosti í átta klukkustundir. Skreytið með Toblerone-bitum eða súkkulaðibitum. * Fengið héðan. Sítrónustykki Botn: 200 g hafrakex 1 bolli kókosmjöl ½ bolli „condensed milk“ 100 g smjör börkur af 1 sítrónu Sítrónukrem: 2 bollar flórsykur 40 g mjúkt smjör safi úr 1 sítrónu Hrærið „condensed milk“ og smjör í potti í fimm mínútur yfir vægum hita og hrærið stanslaust í blöndunni á meðan. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél. Blandið mylsnunni, kókosmjöli og tveimur teskeiðum af sítrónuberki saman. Blandið þessu síðan vel saman við smjörblönduna. Þrýstið blöndunni í botninn á formi sem búið er að klæða með bökunarpappír og kælið í tvo tíma eða þangað til botninn er orðinn stífur. Blandið flórsykri, smjöri og sítrónusafa saman og breiðið kremið yfir botninn. Kælið í hálftíma til viðbótar og skreytið með smá sítrónuberki. * Fengið héðan.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira