Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2014 07:15 Samið var við Nýherja fyrir á annað hundrað milljóna króna án útboðs á kjörtímabilinu 2006 til 2010. Fréttablaðið/Sigurjón Garðabær gerði samninga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyrirtækinu, upp á samtals 120 milljónir íslenskra króna á síðasta kjörtímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggðir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórnarkosninganna nú. Þegar samningarnir voru gerðir var hann framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opinber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupareglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvernig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétarsdóttir, oddviti listans, hefur gagnrýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrekað bent á og bókað um það í bæjarstjórn að bæjaryfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvarlegt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samninga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höldum áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Garðabær gerði samninga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyrirtækinu, upp á samtals 120 milljónir íslenskra króna á síðasta kjörtímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggðir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórnarkosninganna nú. Þegar samningarnir voru gerðir var hann framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opinber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupareglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvernig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétarsdóttir, oddviti listans, hefur gagnrýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrekað bent á og bókað um það í bæjarstjórn að bæjaryfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvarlegt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samninga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höldum áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira