Alltaf verið draumurinn að komast í landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. maí 2014 06:00 Hörður Björgvin Magnússon í baráttunni í leik með Spezia í B-deildinni á Ítalíu. vísir/Getty Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia spila úrslitaleik í umspili um sæti í Serie A í kvöld. Þetta er fyrsta tímabil Harðar hjá Spezia, eftir að hafa verið í varaliði stórveldisins Juventus undanfarin ár, og líður honum vel hjá nýja liðinu. „Mér hefur liðið vel hér, það tóku allir vel á móti mér þegar ég kom en það gekk illa að fá að spila í byrjun. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins var rekinn og sá sem tók við, fyrrverandi þjálfari U-21 landsliðs Ítala, hafði sínar áherslur. Hann fékk til sín marga leikmenn úr unglingalandsliðunum sem hann þekkti vel og ég datt úr liðinu, hann fékk til sín mann í mína stöðu. Sá leikmaður meiddist um daginn og fyrir vikið hef ég fengið að spila mikið undanfarnar vikur,“ segir Hörður við Fréttablaðið.Mikill munur á liðunum Hörður lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki með Fram aðeins sextán ára gamall og gekk til liðs við Juventus einu og hálfu ári síðar. Hörður lék með varaliði Juventus í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Spezia fyrir tímabilið með sameiginlegum eignarhaldssamningi. Í því felst að liðin eiga sinn helminginn hvort í leikmanninum og semja þau um verð að loknu tímabili. Komist liðin ekki að samkomulagi setja bæði liðin upphæð í umslag og hærri upphæðin vinnur. „Það er auðvitað mikill stigsmunur á milli þessara liða. Að fara úr Fram í varalið Juventus og síðan hingað til Spezia. Hjá Juventus voru sterkari og teknískari leikmenn en ég hafði vanist og ég þurfti að aðlagast því. Síðan kemur upp sú staða að Juventus vildi að ég færi á lán til að fá meiri reynslu og Spezia var í góðu sambandi við Juventus sem leiddi til þess að þrír leikmenn fóru til Spezia. Nú er verið að leggja niður sameiginlega eignarhaldskerfið sem þekkist á Ítalíu og þá þurfa félögin að ræða saman hvert framhaldið hjá mér verður. Þetta gæti endað í umslögunum. Þetta kerfi er ákveðið öryggi fyrir mig, ég er með eitt stærsta og sigursælasta lið Ítalíu á bak við mig í þessu,“ segir Hörður.Stoltur af kallinu Hörður var valinn í landsliðið fyrir æfingarleik gegn Eistlandi í næstu viku en hann hefur leikið með U21 árs liði Íslands undanfarin ár. „Það hefur alltaf verið draumur minn að komast í A-landsliðið, ég hef beðið lengi eftir þessu tækifæri. Ég hef verið að spila vel, bæði með U-21 og með Spezia, en þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég þarf að sanna mig rétt eins og hver annar í liðinu og vonandi, ef ég fæ tækifærið, get ég reynt að sýna hvað ég hef fram að færa fyrir liðið,“ segir Hörður. Hann heyrði í Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á dögunum en hann hefur ekki rætt við Lars Lagerbäck. „Ég hef lítið heyrt í þeim. Heimir hringdi í mig um daginn til að tilkynna mér þetta og hann sagði mér að þeir hefðu verið að fylgjast með mér. Lars sá leikinn gegn Bari um daginn og var ánægður með það sem hann sá. Heimir sagði mér að ef við færum í úrslitakeppnina myndu þeir reyna að skoða mig seinna. Það er mjög gott að heyra að ég sé ennþá í myndinni ef ég kemst ekki í þetta skiptið og að þeir vilji sjá mig spila og hafi trú á mér. Maður vonar bara það besta,“ segir Hörður. Þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi hefur Hörður leyst stöðu vinstri bakvarðar með góðu gengi í verkefnum U-21 árs landsliðs Íslands. „Ég er miðvörður að upplagi en ég hef og get spilað vinstri bakvörð. Ég spila bara þá stöðu sem þeir setja mig í og reyni að standa mig sem best þar.“Óvissa um þátttöku Hörður var valinn í landsliðshópinn gegn Eistum en ekki er á hreinu hvort hann getur tekið þátt í leiknum. Vinni Spezia, félagslið hans, lokaleik deildarkeppninnar í kvöld gegn Latina eru Hörður og félagar á leiðinni í umspil um sæti í Serie A á sama tíma. „Þetta er jákvæður hausverkur og allt telur. Báðir möguleikar hafa sína kosti og sína galla. Við verðum bara að gera okkar besta og sjá hver niðurstaðan verður. Ef leikurinn tapast verður það góð sárabót að komast til Íslands og fá að taka þátt í landsliðsverkefninu,“ segir Hörður. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia spila úrslitaleik í umspili um sæti í Serie A í kvöld. Þetta er fyrsta tímabil Harðar hjá Spezia, eftir að hafa verið í varaliði stórveldisins Juventus undanfarin ár, og líður honum vel hjá nýja liðinu. „Mér hefur liðið vel hér, það tóku allir vel á móti mér þegar ég kom en það gekk illa að fá að spila í byrjun. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins var rekinn og sá sem tók við, fyrrverandi þjálfari U-21 landsliðs Ítala, hafði sínar áherslur. Hann fékk til sín marga leikmenn úr unglingalandsliðunum sem hann þekkti vel og ég datt úr liðinu, hann fékk til sín mann í mína stöðu. Sá leikmaður meiddist um daginn og fyrir vikið hef ég fengið að spila mikið undanfarnar vikur,“ segir Hörður við Fréttablaðið.Mikill munur á liðunum Hörður lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki með Fram aðeins sextán ára gamall og gekk til liðs við Juventus einu og hálfu ári síðar. Hörður lék með varaliði Juventus í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Spezia fyrir tímabilið með sameiginlegum eignarhaldssamningi. Í því felst að liðin eiga sinn helminginn hvort í leikmanninum og semja þau um verð að loknu tímabili. Komist liðin ekki að samkomulagi setja bæði liðin upphæð í umslag og hærri upphæðin vinnur. „Það er auðvitað mikill stigsmunur á milli þessara liða. Að fara úr Fram í varalið Juventus og síðan hingað til Spezia. Hjá Juventus voru sterkari og teknískari leikmenn en ég hafði vanist og ég þurfti að aðlagast því. Síðan kemur upp sú staða að Juventus vildi að ég færi á lán til að fá meiri reynslu og Spezia var í góðu sambandi við Juventus sem leiddi til þess að þrír leikmenn fóru til Spezia. Nú er verið að leggja niður sameiginlega eignarhaldskerfið sem þekkist á Ítalíu og þá þurfa félögin að ræða saman hvert framhaldið hjá mér verður. Þetta gæti endað í umslögunum. Þetta kerfi er ákveðið öryggi fyrir mig, ég er með eitt stærsta og sigursælasta lið Ítalíu á bak við mig í þessu,“ segir Hörður.Stoltur af kallinu Hörður var valinn í landsliðið fyrir æfingarleik gegn Eistlandi í næstu viku en hann hefur leikið með U21 árs liði Íslands undanfarin ár. „Það hefur alltaf verið draumur minn að komast í A-landsliðið, ég hef beðið lengi eftir þessu tækifæri. Ég hef verið að spila vel, bæði með U-21 og með Spezia, en þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég þarf að sanna mig rétt eins og hver annar í liðinu og vonandi, ef ég fæ tækifærið, get ég reynt að sýna hvað ég hef fram að færa fyrir liðið,“ segir Hörður. Hann heyrði í Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á dögunum en hann hefur ekki rætt við Lars Lagerbäck. „Ég hef lítið heyrt í þeim. Heimir hringdi í mig um daginn til að tilkynna mér þetta og hann sagði mér að þeir hefðu verið að fylgjast með mér. Lars sá leikinn gegn Bari um daginn og var ánægður með það sem hann sá. Heimir sagði mér að ef við færum í úrslitakeppnina myndu þeir reyna að skoða mig seinna. Það er mjög gott að heyra að ég sé ennþá í myndinni ef ég kemst ekki í þetta skiptið og að þeir vilji sjá mig spila og hafi trú á mér. Maður vonar bara það besta,“ segir Hörður. Þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi hefur Hörður leyst stöðu vinstri bakvarðar með góðu gengi í verkefnum U-21 árs landsliðs Íslands. „Ég er miðvörður að upplagi en ég hef og get spilað vinstri bakvörð. Ég spila bara þá stöðu sem þeir setja mig í og reyni að standa mig sem best þar.“Óvissa um þátttöku Hörður var valinn í landsliðshópinn gegn Eistum en ekki er á hreinu hvort hann getur tekið þátt í leiknum. Vinni Spezia, félagslið hans, lokaleik deildarkeppninnar í kvöld gegn Latina eru Hörður og félagar á leiðinni í umspil um sæti í Serie A á sama tíma. „Þetta er jákvæður hausverkur og allt telur. Báðir möguleikar hafa sína kosti og sína galla. Við verðum bara að gera okkar besta og sjá hver niðurstaðan verður. Ef leikurinn tapast verður það góð sárabót að komast til Íslands og fá að taka þátt í landsliðsverkefninu,“ segir Hörður.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira