Hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 06:00 Hreiðar er með mikla reynslu úr landsliðinu og á eftir að styrkja lið Akureyrar mikið. Hann fagnar hér á ÓL í London Fréttablaðið/Valli „Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“ Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
„Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira