Tilraun sem svo sannarlega virkar Jónas Sen skrifar 10. júní 2014 11:30 Höfuðsynd Tónlist: Höfuðsynd Atónal blús Útgefandi Glamur Ný plata, Höfuðsynd með hljómsveitinni Atónal blús, kemur á óvart. Fyrsta lagið, sem líka heitir Atónal blús og er eingöngu instrúmentalt, er skemmtilega viðburðaríkt. Þó að nokkrir hljóðfæraleikarar komi við sögu, er yfirbragðið rafrænt. Sumir sem fást við að semja slíka tónlist eiga það til að detta í endurtekningarnar, en ekki hér. Hljómurinn er framandi á einhvern hátt sem erfitt er að skilgreina með orðum, fólk verður einfaldlega að hlusta. Atburðarrásin er hröð, það er alltaf eitthvað að gerast í tónlistinni. Þetta er magnað lag. Svipaða sögu er að segja um þegar söngurinn dettur inn í næsta lagi. Lög og textar eru eftir Gest Guðnason og það er hann sem syngur líka. Hann hefur þægilega, afslappaða rödd sem fellur ágætlega að stemningu hvers lags. Hljóðfæraleikurinn var í höndunum á Þorvaldi Kára Ingveldarsyni, Garðari Þór Eiðssyni, Páli Ivani Pálssyni, Guðjóni Steinari Þorlákssyni, Jesper Pedersen, Þorleifi Gauk Davíðssyni og fyrrnefndum Gesti Guðnasyni. Hann er allur til fyrirmyndar, nákvæmur og samtaka. Loks ber að nefna að platan er mixuð af mikilli fagmennsku, hún er tær og söngurinn er ekki of hávær á kostnað hljóðfæraleiksins. Það gerist stundum og er ákaflega hvimleitt. Hér er söngurinn fyrst og fremst eitt af hljóðfærunum. Hljóðfærin eru býsna fjölbreytt, spilað er á munnhörpu, þeremín, darabúka, djembe auk hefðbundnari hljóðfæra. Þetta gerir hljóðheiminn notalega litríkan og aðlaðandi. Vissulega er tónlistin „experimental“ – en þetta er tilraun sem svo sannarlega virkar.Niðurstaða: Skemmtilega litrík og innblásin plata. Gagnrýni Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist: Höfuðsynd Atónal blús Útgefandi Glamur Ný plata, Höfuðsynd með hljómsveitinni Atónal blús, kemur á óvart. Fyrsta lagið, sem líka heitir Atónal blús og er eingöngu instrúmentalt, er skemmtilega viðburðaríkt. Þó að nokkrir hljóðfæraleikarar komi við sögu, er yfirbragðið rafrænt. Sumir sem fást við að semja slíka tónlist eiga það til að detta í endurtekningarnar, en ekki hér. Hljómurinn er framandi á einhvern hátt sem erfitt er að skilgreina með orðum, fólk verður einfaldlega að hlusta. Atburðarrásin er hröð, það er alltaf eitthvað að gerast í tónlistinni. Þetta er magnað lag. Svipaða sögu er að segja um þegar söngurinn dettur inn í næsta lagi. Lög og textar eru eftir Gest Guðnason og það er hann sem syngur líka. Hann hefur þægilega, afslappaða rödd sem fellur ágætlega að stemningu hvers lags. Hljóðfæraleikurinn var í höndunum á Þorvaldi Kára Ingveldarsyni, Garðari Þór Eiðssyni, Páli Ivani Pálssyni, Guðjóni Steinari Þorlákssyni, Jesper Pedersen, Þorleifi Gauk Davíðssyni og fyrrnefndum Gesti Guðnasyni. Hann er allur til fyrirmyndar, nákvæmur og samtaka. Loks ber að nefna að platan er mixuð af mikilli fagmennsku, hún er tær og söngurinn er ekki of hávær á kostnað hljóðfæraleiksins. Það gerist stundum og er ákaflega hvimleitt. Hér er söngurinn fyrst og fremst eitt af hljóðfærunum. Hljóðfærin eru býsna fjölbreytt, spilað er á munnhörpu, þeremín, darabúka, djembe auk hefðbundnari hljóðfæra. Þetta gerir hljóðheiminn notalega litríkan og aðlaðandi. Vissulega er tónlistin „experimental“ – en þetta er tilraun sem svo sannarlega virkar.Niðurstaða: Skemmtilega litrík og innblásin plata.
Gagnrýni Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira