Loksins orðin fullþroska Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:30 Hljómsveitina Amaba Dama skipa tíu hressir einstaklingar en sveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa. mynd/Margrèt guðmundsdottir „Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu. Airwaves Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu.
Airwaves Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira