Maður vill vera að bæta sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2014 00:01 Birgir Leifur „Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir. Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir.
Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira