Kemur til Íslands frá Kína bara til að tjalda Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. júní 2014 10:00 Ernir Skorri Pétursson leggur lögfræðina til hliðar til að slá upp tjöldum fyrir þyrsta útihátíðargesti. mynd/einkasafn „Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið. ATP í Keflavík Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið.
ATP í Keflavík Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira