Íslensk hönnun í stofuna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. júní 2014 14:00 Júlía P. Andersen innanhússarkitekt kynnti stofuhillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Viðbrögðin voru góð og nú stefnir hún á að útfæra þær frekar til framleiðslu. Nafnið er sótt í efni sem notað er í fiskitrönur,“ útskýrir Júlía P. Andersen innanhússarkitekt, en hún kynnti hillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Spírur eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðar upp á háum og grönnum stoðum en þær er yfir tveir metrar á hæð. Hillurnar eru þunnum plötum úr mdf. Stoðirnar eru ýmist úr hnotu, aski eða lerki. „Mig langaði að kanna hversu langt ég kæmist með sem minnst efni,“ útskýrir Júlía. „Ég teiknaði fyrstu útgáfuna inn í einbýlishús í Garðabæ en nú eru þær til í nokkrum útfærslum, það er í þessum þremur viðartegundum og hillurnar í nokkrum mismunandi litum og dýptum. Ég hannaði einnig skúffur í hillurnar og er með fleiri hugmyndir á teikniborðinu. Næsta skref er að útfæra Spírur enn frekar svo þær verði einfaldar í framleiðslu en þær eru ekki komnar í almenna framleiðslu enn þá.“ Spírur yrðu fyrsta staka varan sem færi í framleiðslu eftir Júlíu en hún hefur starfað sem innanhússarkitekt hjá Ask arkitektum síðustu þrjátíu ár og teiknað innréttingar og húsgögn fyrir bæði heimili og stofnanir. „Ég teikna í raun allt sem viðkemur heimilinu en einnig mikið fyrir skrifstofur og skóla. Það hafa ýmsar tískusveiflur gengið yfir á þessum áratugum en þegar ég var að byrja voru einstaklingar ekki mikið að nýta sér þjónustu innanhússarkitekta. En svo breyttist það og fólk fór að fá ráðgjöf þegar það var að byggja. Verkefnin eru næg í dag,“ segir Júlía. Spurð hvort Spírur séu dæmigerðar fyrir hennar hönnun segist hún það ekki endilega eiga við. „Ég held að hugmyndir liggi einfaldlega í loftinu. Maður les blöð og skoðar vefinn og verður fyrir áhrifum en veit ekki endilega hvaðan þau koma. Ég er ekkert viss um að ég hafi einhvern ákveðinn stíl sem einkennir mig.“ HönnunarMars Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Júlía P. Andersen innanhússarkitekt kynnti stofuhillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Viðbrögðin voru góð og nú stefnir hún á að útfæra þær frekar til framleiðslu. Nafnið er sótt í efni sem notað er í fiskitrönur,“ útskýrir Júlía P. Andersen innanhússarkitekt, en hún kynnti hillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Spírur eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðar upp á háum og grönnum stoðum en þær er yfir tveir metrar á hæð. Hillurnar eru þunnum plötum úr mdf. Stoðirnar eru ýmist úr hnotu, aski eða lerki. „Mig langaði að kanna hversu langt ég kæmist með sem minnst efni,“ útskýrir Júlía. „Ég teiknaði fyrstu útgáfuna inn í einbýlishús í Garðabæ en nú eru þær til í nokkrum útfærslum, það er í þessum þremur viðartegundum og hillurnar í nokkrum mismunandi litum og dýptum. Ég hannaði einnig skúffur í hillurnar og er með fleiri hugmyndir á teikniborðinu. Næsta skref er að útfæra Spírur enn frekar svo þær verði einfaldar í framleiðslu en þær eru ekki komnar í almenna framleiðslu enn þá.“ Spírur yrðu fyrsta staka varan sem færi í framleiðslu eftir Júlíu en hún hefur starfað sem innanhússarkitekt hjá Ask arkitektum síðustu þrjátíu ár og teiknað innréttingar og húsgögn fyrir bæði heimili og stofnanir. „Ég teikna í raun allt sem viðkemur heimilinu en einnig mikið fyrir skrifstofur og skóla. Það hafa ýmsar tískusveiflur gengið yfir á þessum áratugum en þegar ég var að byrja voru einstaklingar ekki mikið að nýta sér þjónustu innanhússarkitekta. En svo breyttist það og fólk fór að fá ráðgjöf þegar það var að byggja. Verkefnin eru næg í dag,“ segir Júlía. Spurð hvort Spírur séu dæmigerðar fyrir hennar hönnun segist hún það ekki endilega eiga við. „Ég held að hugmyndir liggi einfaldlega í loftinu. Maður les blöð og skoðar vefinn og verður fyrir áhrifum en veit ekki endilega hvaðan þau koma. Ég er ekkert viss um að ég hafi einhvern ákveðinn stíl sem einkennir mig.“
HönnunarMars Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira