Massive Attack stóð fyrir sínu Baldvin Þormóðsson skrifar 23. júní 2014 11:00 Hljómsveitin Massive Attack sýndi sínar bestu hliðar á Secret Solstice um helgina. Vísir/Stefán Tónleikar Massive Attack Tónlistarhátíðin Secret Solstice Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta. Þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 26 ár þá er tvíeykið enn þá með sama einkennandi hljóm í tónlist sinni þannig að það fór ekki fram hjá neinum hvaða hljómsveit var á sviði. Sveitin var líka með langskemmtilegasta og jafnframt langflottasta show-ið af öllum tónlistarmönnum hátíðarinnar. Massive Attack hafa alltaf verið rammpólitískir og nota tónlist sína til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri og það gerðu þeir á laugardaginn. Á risastórum LED-ljósaskjá sem staðsettur var á bak við hljómsveitina mátti í einu laginu greina fyrirtækjalógó stórfyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé, Össurar og Marel. Í öðru lagi sínu höfðu þeir fengið fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á borð við „Íhugar að borða fylgjuna“ og fyrirsagnir sem fjölluðu um Tobbu Marinós og Völu Grand. Allt í allt voru tónleikarnir næstum því fullkomnir og blaðamaður er enn þá tárvotur eftir að sveitin tók 90‘s slagarann Teardrop. Gagnrýni Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónleikar Massive Attack Tónlistarhátíðin Secret Solstice Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta. Þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 26 ár þá er tvíeykið enn þá með sama einkennandi hljóm í tónlist sinni þannig að það fór ekki fram hjá neinum hvaða hljómsveit var á sviði. Sveitin var líka með langskemmtilegasta og jafnframt langflottasta show-ið af öllum tónlistarmönnum hátíðarinnar. Massive Attack hafa alltaf verið rammpólitískir og nota tónlist sína til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri og það gerðu þeir á laugardaginn. Á risastórum LED-ljósaskjá sem staðsettur var á bak við hljómsveitina mátti í einu laginu greina fyrirtækjalógó stórfyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé, Össurar og Marel. Í öðru lagi sínu höfðu þeir fengið fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á borð við „Íhugar að borða fylgjuna“ og fyrirsagnir sem fjölluðu um Tobbu Marinós og Völu Grand. Allt í allt voru tónleikarnir næstum því fullkomnir og blaðamaður er enn þá tárvotur eftir að sveitin tók 90‘s slagarann Teardrop.
Gagnrýni Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira