Muktada al Sadr hótar aðgerðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júní 2014 00:01 Á flótta Almenningur hefur flúið undan sókn ISIS-manna og streymir til Kúrdahéraðanna.fréttablaðið/AP Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem liðsmenn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir forystu, fékk flest þingsæti í kosningum 30. apríl síðastliðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeirihluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-múslima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muktada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norðaustanverðu landinu.Núri al Maliki Forsætisráðherra Íraks reynir að mynda ríkisstjórn.Fréttablaðið/APÞegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-múslima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meirihlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS-samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01 Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35 Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17 Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem liðsmenn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir forystu, fékk flest þingsæti í kosningum 30. apríl síðastliðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeirihluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-múslima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muktada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norðaustanverðu landinu.Núri al Maliki Forsætisráðherra Íraks reynir að mynda ríkisstjórn.Fréttablaðið/APÞegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-múslima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meirihlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS-samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01 Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35 Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17 Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01
Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35
Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17
Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34