Muktada al Sadr hótar aðgerðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júní 2014 00:01 Á flótta Almenningur hefur flúið undan sókn ISIS-manna og streymir til Kúrdahéraðanna.fréttablaðið/AP Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem liðsmenn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir forystu, fékk flest þingsæti í kosningum 30. apríl síðastliðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeirihluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-múslima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muktada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norðaustanverðu landinu.Núri al Maliki Forsætisráðherra Íraks reynir að mynda ríkisstjórn.Fréttablaðið/APÞegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-múslima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meirihlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS-samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01 Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35 Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17 Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem liðsmenn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir forystu, fékk flest þingsæti í kosningum 30. apríl síðastliðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeirihluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-múslima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muktada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norðaustanverðu landinu.Núri al Maliki Forsætisráðherra Íraks reynir að mynda ríkisstjórn.Fréttablaðið/APÞegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-múslima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meirihlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS-samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01 Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35 Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17 Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01
Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35
Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17
Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34