Gamlar kempur í góðu formi Freyr Bjarnason skrifar 9. júlí 2014 13:00 Neil Young rokkaði á sviðinu og var í fantaformi. Að sögn gagnrýnanda hefðu fleiri lög mátt hljóma en hápunkturinn var þegar Young tók Rockin'in the Free World. vísir/getty Neil Young & Crazy Horse Tónleikar Laugardalshöll 7. júlí Tónleikar Neils Young og hljómsveitar hans Crazy Horse í Laugardalshöllinni voru þeir fyrstu á tónleikaferð þeirra um Evrópu og sömuleiðis þeir fyrstu hér á landi. Mörkuðu þeir upphaf tónlistarhátíðarinnar All Tomorrows Parties sem lýkur á laugardagskvöld í Ásbrú. Tónleikarnir voru einnig þeir fyrstu án stofnmeðlims Crazy Horse, bassaleikarans Billy Talbot, sem veiktist í síðasta mánuði. Hinn 68 ára Young vakti fyrst athygli á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Buffalo Springfield og síðar með Crosby, Stills, Nash & Young. Fyrsta sólóplatan kom út 1968 en sú nýjasta í apríl síðastliðnum, tekin upp í hljóðveri rokkarans Jacks White. Eftirvæntingin hjá Hallargestum var að sjálfsögðu mikil að berja kanadísku goðsögnina augum og skemmtileg tilbreyting var að sjá að fyrir framan sviðið höfðu, í stað unglinga, safnast saman rokkáhugamenn af eldri kynslóðinni ákveðnir í að sjá meistarann loksins í návígi. Til að stytta biðina hitaði Mugison upp einn með kassagítarinn og spilaði þar tvö ný lög sem lofuðu góðu. Upphafslag Neil Young & Crazy Horse var Love and Only Love af plötunni Ragged Glory og hafði maður það á tilfinningunni að Young og félagar væru að djamma sig í gang, enda lagið um tíu mínútna langt. Raunin varð sú að flest lögin á tónleikunum voru af plötum sem Young hefur tekið upp með Crazy Horse (eðlilega), þar af þrjú af Ragged Glory. Biðin eftir því að heyra lag sem aðrir en bara hörðustu aðdáendurnir könnuðust við tók langan tíma, eða tæpa klukkustund. Þá mætti Young einn á sviðið með kassagítar og munnhörpu, spilaði hið fallega Only Love Can Break Your Heart, Dylan-lagið Blowin'in the Wind og eitt sitt frægasta lag, Heart of Gold, af snilldarverkinu Harvest. Því næst mætti Crazy Horse aftur á sviðið og spilaði fjögur lög. Þar á meðal frumfluttu þeir félagar Who's Gonna Stand Up and Save the Earth, sem umhverfisverndarsinninn Young klæddur EARTH-stuttermabol söng af mikilli innlifun. Skömmu áður hafði hann lofað því að koma aftur til Íslands og gefa tónleikagestum sams konar bol, við mikinn fögnuð viðstaddra. Lokalagið fyrir uppklapp var Rockin' in the Free World, eitt besta lag Youngs. Sannarlega hápunktur tónleikanna og magnað var að heyra lagið nánast fjara út en byrja svo aftur undir styrkri stjórn hljómsveitarstjórans Young, sem var í fínu formi á tónleikunum. Eftir uppklapp var röðin komin að öðru gömlu og góðu, Like a Hurricane. Það voru samt ákveðin vonbrigði að heyra ekki fleiri lög eftir uppklappið en eftir tæplega tveggja tíma spilamennsku hjá þessum gömlu kempum var kannski ekki hægt að ætlast til meira af þeim. Niðurstaða: Flottir tónleikar með Neil Young í góðu formi en fleiri fræg lög hefðu mátt hljóma. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Neil Young & Crazy Horse Tónleikar Laugardalshöll 7. júlí Tónleikar Neils Young og hljómsveitar hans Crazy Horse í Laugardalshöllinni voru þeir fyrstu á tónleikaferð þeirra um Evrópu og sömuleiðis þeir fyrstu hér á landi. Mörkuðu þeir upphaf tónlistarhátíðarinnar All Tomorrows Parties sem lýkur á laugardagskvöld í Ásbrú. Tónleikarnir voru einnig þeir fyrstu án stofnmeðlims Crazy Horse, bassaleikarans Billy Talbot, sem veiktist í síðasta mánuði. Hinn 68 ára Young vakti fyrst athygli á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Buffalo Springfield og síðar með Crosby, Stills, Nash & Young. Fyrsta sólóplatan kom út 1968 en sú nýjasta í apríl síðastliðnum, tekin upp í hljóðveri rokkarans Jacks White. Eftirvæntingin hjá Hallargestum var að sjálfsögðu mikil að berja kanadísku goðsögnina augum og skemmtileg tilbreyting var að sjá að fyrir framan sviðið höfðu, í stað unglinga, safnast saman rokkáhugamenn af eldri kynslóðinni ákveðnir í að sjá meistarann loksins í návígi. Til að stytta biðina hitaði Mugison upp einn með kassagítarinn og spilaði þar tvö ný lög sem lofuðu góðu. Upphafslag Neil Young & Crazy Horse var Love and Only Love af plötunni Ragged Glory og hafði maður það á tilfinningunni að Young og félagar væru að djamma sig í gang, enda lagið um tíu mínútna langt. Raunin varð sú að flest lögin á tónleikunum voru af plötum sem Young hefur tekið upp með Crazy Horse (eðlilega), þar af þrjú af Ragged Glory. Biðin eftir því að heyra lag sem aðrir en bara hörðustu aðdáendurnir könnuðust við tók langan tíma, eða tæpa klukkustund. Þá mætti Young einn á sviðið með kassagítar og munnhörpu, spilaði hið fallega Only Love Can Break Your Heart, Dylan-lagið Blowin'in the Wind og eitt sitt frægasta lag, Heart of Gold, af snilldarverkinu Harvest. Því næst mætti Crazy Horse aftur á sviðið og spilaði fjögur lög. Þar á meðal frumfluttu þeir félagar Who's Gonna Stand Up and Save the Earth, sem umhverfisverndarsinninn Young klæddur EARTH-stuttermabol söng af mikilli innlifun. Skömmu áður hafði hann lofað því að koma aftur til Íslands og gefa tónleikagestum sams konar bol, við mikinn fögnuð viðstaddra. Lokalagið fyrir uppklapp var Rockin' in the Free World, eitt besta lag Youngs. Sannarlega hápunktur tónleikanna og magnað var að heyra lagið nánast fjara út en byrja svo aftur undir styrkri stjórn hljómsveitarstjórans Young, sem var í fínu formi á tónleikunum. Eftir uppklapp var röðin komin að öðru gömlu og góðu, Like a Hurricane. Það voru samt ákveðin vonbrigði að heyra ekki fleiri lög eftir uppklappið en eftir tæplega tveggja tíma spilamennsku hjá þessum gömlu kempum var kannski ekki hægt að ætlast til meira af þeim. Niðurstaða: Flottir tónleikar með Neil Young í góðu formi en fleiri fræg lög hefðu mátt hljóma.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira