Dýrustu hestarnir fara á tugi milljóna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Töluverður fjöldi hesta er seldur eftir hvert landsmót. Fréttablaðið/ karl. Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið. Hestar Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið.
Hestar Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira