Matur

Ljúffeng berjabomba sem klikkar seint - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kakan er góð í sumarteitið.
Kakan er góð í sumarteitið.

Berjakaka

2 ½ bolli hveiti

2 tsk. lyftiduft

¾ bollar sykur

1 bolli jógúrt

115 g bráðið smjör, kælt

2 egg

handfylli möndlur

250 g ber að eigin vali

Mulningur

1 bolli hveiti

100 g kalt smjör

½ bolli sykur



Hitið ofninn í 180°C. Gerið mulning fyrst. Skerið smjör í litla bita og blandið saman við sykur og hveiti. Blandið með fingrunum þangað til mulningurinn minnir á brauðmylsnu. Geymið í ísskáp. Blandið hveiti og lyftidufti saman í skál. Blandið eggjum, smjöri, jógúrti og sykri saman í annarri skál. Hellið smjörblöndunni yfir hveiti og blandið með skeið eða gaffli. Smyrjið form og hellið blöndunni í það. Dreifið söxuðum möndlum yfir og því næst berjum og mulningnum. Bakið í 40 til 45 mínútur.

Fengið hér.


Tengdar fréttir

Mojito-bollakökur - UPPSKRIFT

Þessar girnilegu bollakökur er hægt að gera bæði áfengar eða óáfengar en þær eru afar gómsætar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×