Hefði viljað vita að það var ekki mér að kenna Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. júlí 2014 09:00 Ásdís María Viðarsdóttir, forsíða Lífsins Ásdís María Viðarsdóttir er söngkona og einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, sem haldin er í fjórða sinn í ár. Ásdís tók þátt í Eurovision á dögunum með laginu Amor og vakti mikla athygli í keppninni. Um þessar mundir er það Druslugangan sem á hug hennar allan, en hún stendur i ströngu við undirbuning göngunnar sem gengin er á laugardaginn. „Mér finnst þetta mikilvægur málstaður og þetta málefni, sem er kynferðisofbeldi, stendur mér mjög nærri. Hjarta mitt slær pínulítið fyrir þetta verkefni. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og að gefa vinnu sína í eitthvað sem er svona mikilvægt en um leið líka svona gleðilegt,” segir Ásdís María og segir mikið af góðu fólki í kringum Druslugönguna.Rísa upp gegn kynferðisofbeldi Druslugangan er haldin í fjórða sinn í ár, en hún er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem fólk tekur sig saman og rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur upp fyrir þolendum – gegn gerendum. „Hingað til hef ég bara gengið gönguna en í ár ákvað ég að taka frekari þátt í skipulagningunni. Druslugangan hefur opnað á svo mikilvæga umræðu og ég vildi gera mitt til að vekja athygli á málstaðnum. Druslugangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Það er alltof oft þannig að einblínt er á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpum. Það er ekki til nein afsökun.“ Reykjavíkurdætur gáfu út sérstakt Druslugöngulag fyrr í vikunni og Ásdís lét ekki sitt eftir liggja. „Ég frekjaðist til að vera í laginu, ég heyrði þær vera að tala um að gera lag og mig langaði svo að vera með að ég hringdi í allar stelpurnar og bauð fram aðstoð mína. Þegar þær hringdu í mig og báðu mig að vera með var ég í skýjunum,“ segir Ásdís og hlær, en hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum á Íslandi. „Ég syng núna með Gluteus Maximus og með DJ Margeiri þegar hann er að spila einn. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt. Hver sem er sem hefði beðið mig um að vera í hljómsveit eftir Eurovision hefði fengið já. Núna er ég rosa glöð að það hafi verið þessir strákar, Margeir og Högni Egilsson og Daníel Ágúst. Þeir eru alveg dásamlegir.“Ásdís var glaðlegt barn.Aldrei aftur EurovisionGætirðu hugsað þér að fara aftur í Eurovision? „Nei, það er eitthvað sem maður gerir bara einu sinni, held ég. Eða mér fannst að ég ætti að gera það bara einu sinni og reyna að pönkast pínu í því og koma svo aldrei aftur.“Finnst þér keppnin ekki nógu kúl? „Jú, mér finnst hún nefnilega kúl þó að ég sé ekki að viðra þá skoðun mína við alla. Ég geri svo oft hluti sem eru ekki kúl. En andinn var ekki alveg fyrir mig. Ég meika ekki svona mikla keppni, að safna stigum og safna atkvæðum og vera óskabarn þjóðarinnar í smástund, eða þykjast vera það allavega. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég er ekki mikil keppnismanneskja.“Og hvað gerir þú fleira varðandi skipulagningu göngunnar en að syngja í laginu? „Já, ég er í laginu og svo sé ég um ýmislegt smálegt hvað varðar skipulagninguna og svo er ég dugleg að auglýsa gönguna úti um allt. Ég er reyndar ekki með bílpróf þannig að ég hef verið dálítill ónytjungur í þessu öllu saman. En ég geri það sem ég get. Ég kem á fundi og trufla í svolítinn tíma þangað til að ég næ á einhverja góða hugmynd. Það eru rosalega mikið búið að spretta upp úr þessu og fólk er að fara í alls konar áttir – en ég hef gert það sem ég hef getað og margir boltar á lofti. Ég veit til dæmis ekki um neitt sem María Rut Kristinsdóttir hefur ekki komið nálægt. Hún er ótrúleg.“Ekki mér að kenna María Rut Kristinsdóttir steig fram í mjög flottu viðtali síðasta sumar sem er tilvalið að rifja upp við þetta tækifæri, þar sem hún talar um sína eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Hefur þú svipaða sögu að segja? „Já, en það var aðili ótengdur fjölskyldu minni. Ég hefði viljað að á þeim tíma sem ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi hefði ég vitað að það var ekki mér að kenna. Þá hefði þurft Druslugönguna. Að þolendur viti hvert á að skila ábyrgðinni, þangað sem hún á heima, að leita réttar síns sama hvað og ekki skammast sín. Það er svo fáránleg skömm sem fylgir þessu, sem kom mér svo mikið á óvart. Því ég veit betur. En hún er svo fjarri fólki sem hefur ekki lent í svona. Af hverju myndi maður skammast sín? En það er bara ein afleiðing af kynferðislegu ofbeldi, sem er kannski erfitt að útskýra eða færa í orð. Ég hef fundið fyrir því sjálf fyrir hönd vinkvenna minna að þora ekki endilega að vera leiðinleg við gæjann sem misnotaði þær, vegna þess að ég vil ekki að honum finnist ég leiðinleg. Ég sé hann og ég þoli hann ekki en hann segir hæ og ég segi hæ til baka. Þetta eru svo erfiðar aðstæður og svo mikilvægt að koma þessum skilaboðum áleiðis, að fólk sem verður fyrir svona ofbeldi þarf ekki að skammast sín,“ segir Ásdís María og heldur áfram.Snemma beygist krókurinn.Leitaði aldrei réttar síns„Ég varð fyrir þessu þegar ég var yngri, en ég leitaði aldrei réttar míns. Ég uppgötvaði þetta mörgum árum síðar. Þetta er rosalega fjarri manneskjunni sem ég er í dag og mér líður núna ekki endilega eins og þetta hafi verið mín upplifun, heldur einhvers annars. Minnið er brotakennt, og það er líka einkenni þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldi á borð við það sem ég varð fyrir. Þess vegna er tvískinnungur falinn í því hversu þung réttarleiðin er. Fólk leitar ekki réttar síns því sönnunarbyrðin er svo þung. Ferlið er svo þungt og svo erfitt. Í tilfellum þeirra sem verða fyrir svona ofbeldi er það þekkt að minnið verður oft brotakennt, samt má engu muna í vitnisburðum til þess að málum sem líta kannski út fyrir að vera borðliggjandi er vísað frá.Ásdís að syngja ásamt DJ Margeiri í Bláa Lóninu.Skilum ábyrgðinni „Stofnanir eins og Stígamót eru lífsnauðsynlegar. Ég vil bara meira. Ég vil að þú getir leitað í næsta hús og fengið sama skilning og hjá Stígamótum. Draumurinn er að allir horfi á fórnarlambið og skili ábyrgðinni þangað sem hún á heima. Það skiptir engu máli hvort hún var of full eða klædd eins og „drusla“. Það þarf að breyta þessu samfélagi, dálítið mikið, og breyta hugsunarhætti fólks. Bæði á þann hátt að þolendur fái jákvæðari upplifun af þessu réttarkerfi sem er nú verið að vinna í og að þolendur upplifi það að fólk standi með þeim. Ég vil að börnin alist upp í samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er dauðans alvara og enginn má snerta þig nema að þú leyfir það.“Ásdís með eldri systkinum sínum tveimur, Arnari og Önnu Sóleyju. Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ásdís María Viðarsdóttir er söngkona og einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, sem haldin er í fjórða sinn í ár. Ásdís tók þátt í Eurovision á dögunum með laginu Amor og vakti mikla athygli í keppninni. Um þessar mundir er það Druslugangan sem á hug hennar allan, en hún stendur i ströngu við undirbuning göngunnar sem gengin er á laugardaginn. „Mér finnst þetta mikilvægur málstaður og þetta málefni, sem er kynferðisofbeldi, stendur mér mjög nærri. Hjarta mitt slær pínulítið fyrir þetta verkefni. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og að gefa vinnu sína í eitthvað sem er svona mikilvægt en um leið líka svona gleðilegt,” segir Ásdís María og segir mikið af góðu fólki í kringum Druslugönguna.Rísa upp gegn kynferðisofbeldi Druslugangan er haldin í fjórða sinn í ár, en hún er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem fólk tekur sig saman og rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur upp fyrir þolendum – gegn gerendum. „Hingað til hef ég bara gengið gönguna en í ár ákvað ég að taka frekari þátt í skipulagningunni. Druslugangan hefur opnað á svo mikilvæga umræðu og ég vildi gera mitt til að vekja athygli á málstaðnum. Druslugangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Það er alltof oft þannig að einblínt er á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpum. Það er ekki til nein afsökun.“ Reykjavíkurdætur gáfu út sérstakt Druslugöngulag fyrr í vikunni og Ásdís lét ekki sitt eftir liggja. „Ég frekjaðist til að vera í laginu, ég heyrði þær vera að tala um að gera lag og mig langaði svo að vera með að ég hringdi í allar stelpurnar og bauð fram aðstoð mína. Þegar þær hringdu í mig og báðu mig að vera með var ég í skýjunum,“ segir Ásdís og hlær, en hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum á Íslandi. „Ég syng núna með Gluteus Maximus og með DJ Margeiri þegar hann er að spila einn. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt. Hver sem er sem hefði beðið mig um að vera í hljómsveit eftir Eurovision hefði fengið já. Núna er ég rosa glöð að það hafi verið þessir strákar, Margeir og Högni Egilsson og Daníel Ágúst. Þeir eru alveg dásamlegir.“Ásdís var glaðlegt barn.Aldrei aftur EurovisionGætirðu hugsað þér að fara aftur í Eurovision? „Nei, það er eitthvað sem maður gerir bara einu sinni, held ég. Eða mér fannst að ég ætti að gera það bara einu sinni og reyna að pönkast pínu í því og koma svo aldrei aftur.“Finnst þér keppnin ekki nógu kúl? „Jú, mér finnst hún nefnilega kúl þó að ég sé ekki að viðra þá skoðun mína við alla. Ég geri svo oft hluti sem eru ekki kúl. En andinn var ekki alveg fyrir mig. Ég meika ekki svona mikla keppni, að safna stigum og safna atkvæðum og vera óskabarn þjóðarinnar í smástund, eða þykjast vera það allavega. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég er ekki mikil keppnismanneskja.“Og hvað gerir þú fleira varðandi skipulagningu göngunnar en að syngja í laginu? „Já, ég er í laginu og svo sé ég um ýmislegt smálegt hvað varðar skipulagninguna og svo er ég dugleg að auglýsa gönguna úti um allt. Ég er reyndar ekki með bílpróf þannig að ég hef verið dálítill ónytjungur í þessu öllu saman. En ég geri það sem ég get. Ég kem á fundi og trufla í svolítinn tíma þangað til að ég næ á einhverja góða hugmynd. Það eru rosalega mikið búið að spretta upp úr þessu og fólk er að fara í alls konar áttir – en ég hef gert það sem ég hef getað og margir boltar á lofti. Ég veit til dæmis ekki um neitt sem María Rut Kristinsdóttir hefur ekki komið nálægt. Hún er ótrúleg.“Ekki mér að kenna María Rut Kristinsdóttir steig fram í mjög flottu viðtali síðasta sumar sem er tilvalið að rifja upp við þetta tækifæri, þar sem hún talar um sína eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Hefur þú svipaða sögu að segja? „Já, en það var aðili ótengdur fjölskyldu minni. Ég hefði viljað að á þeim tíma sem ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi hefði ég vitað að það var ekki mér að kenna. Þá hefði þurft Druslugönguna. Að þolendur viti hvert á að skila ábyrgðinni, þangað sem hún á heima, að leita réttar síns sama hvað og ekki skammast sín. Það er svo fáránleg skömm sem fylgir þessu, sem kom mér svo mikið á óvart. Því ég veit betur. En hún er svo fjarri fólki sem hefur ekki lent í svona. Af hverju myndi maður skammast sín? En það er bara ein afleiðing af kynferðislegu ofbeldi, sem er kannski erfitt að útskýra eða færa í orð. Ég hef fundið fyrir því sjálf fyrir hönd vinkvenna minna að þora ekki endilega að vera leiðinleg við gæjann sem misnotaði þær, vegna þess að ég vil ekki að honum finnist ég leiðinleg. Ég sé hann og ég þoli hann ekki en hann segir hæ og ég segi hæ til baka. Þetta eru svo erfiðar aðstæður og svo mikilvægt að koma þessum skilaboðum áleiðis, að fólk sem verður fyrir svona ofbeldi þarf ekki að skammast sín,“ segir Ásdís María og heldur áfram.Snemma beygist krókurinn.Leitaði aldrei réttar síns„Ég varð fyrir þessu þegar ég var yngri, en ég leitaði aldrei réttar míns. Ég uppgötvaði þetta mörgum árum síðar. Þetta er rosalega fjarri manneskjunni sem ég er í dag og mér líður núna ekki endilega eins og þetta hafi verið mín upplifun, heldur einhvers annars. Minnið er brotakennt, og það er líka einkenni þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldi á borð við það sem ég varð fyrir. Þess vegna er tvískinnungur falinn í því hversu þung réttarleiðin er. Fólk leitar ekki réttar síns því sönnunarbyrðin er svo þung. Ferlið er svo þungt og svo erfitt. Í tilfellum þeirra sem verða fyrir svona ofbeldi er það þekkt að minnið verður oft brotakennt, samt má engu muna í vitnisburðum til þess að málum sem líta kannski út fyrir að vera borðliggjandi er vísað frá.Ásdís að syngja ásamt DJ Margeiri í Bláa Lóninu.Skilum ábyrgðinni „Stofnanir eins og Stígamót eru lífsnauðsynlegar. Ég vil bara meira. Ég vil að þú getir leitað í næsta hús og fengið sama skilning og hjá Stígamótum. Draumurinn er að allir horfi á fórnarlambið og skili ábyrgðinni þangað sem hún á heima. Það skiptir engu máli hvort hún var of full eða klædd eins og „drusla“. Það þarf að breyta þessu samfélagi, dálítið mikið, og breyta hugsunarhætti fólks. Bæði á þann hátt að þolendur fái jákvæðari upplifun af þessu réttarkerfi sem er nú verið að vinna í og að þolendur upplifi það að fólk standi með þeim. Ég vil að börnin alist upp í samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er dauðans alvara og enginn má snerta þig nema að þú leyfir það.“Ásdís með eldri systkinum sínum tveimur, Arnari og Önnu Sóleyju.
Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira