Pönnusteiktur lax með döðlum – að hætti Rikku 1. ágúst 2014 13:00 Lax Pönnusteiktur lax með döðlum, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusmjörsósu að hætti Rikku 4 laxabitar Olía til steikingar 6 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 8 mjúkar döðlur, saxaðar 1 hvítlaukur, pressaður 1 msk. kapers SÍTRÓNUSMJÖRSÓSA 60 ml hvítvín 60 ml hvítvínsedik ½ skalottlaukur, sneiddur Sjávarsalt og nýmalaður hvítur pipar 250 g kalt smjör 1 msk. sítrónusafi KARTÖFLUMÚS 3 bökunarkartöflur, afhýddar og soðnar 2 msk. smjör 1 msk. mjólk Sjávarsalt og nýmalaður pipar Rikka Byrjið á því að undirbúa kartöflumúsina og sjóðið kartöflurnar. Steikið hvítlauk upp úr smá olíu og bætið sólþurrkuðum tómötum og döðlum saman við, steikið við meðalhita í 3-4 mínútur. Bætið kapers saman við, takið af hellu og setjið lok yfir. Þá er komið að því að undirbúa sósuna. Byrjið á því að hella hvítvíni og ediki á pönnu og sjóða niður um helming, bætið þá skalottlauk, salti og pipar út í og sjóðið niður við meðalhita þar til um 2 msk. af soðinu eru eftir. Bætið þá köldu smjörinu smám saman við, 1 msk. í einu, þar til að það er uppurið. Hellið sítrónusafanum saman við rétt áður en sósan er borin fram. Þerrið laxabitana með eldhúspappír og kryddið með salti og pipar. Steikið upp úr olíu á meðalheitri pönnu í um 3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Á meðan laxinn er á pönnunni er gott að klára kartöflumúsina. Stappið kartöflurnar (mér finnst best að nota hrærivél) og bætið smjöri og mjólk út í. Kryddið kartöflumúsina eftir smekk. Setjið kartöflumús á disk og leggið laxabita ofan á, hellið sósunni yfir og að lokum tómat- og döðlublöndunni. Kartöflumús Lax Sjávarréttir Sósur Uppskriftir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Pönnusteiktur lax með döðlum, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusmjörsósu að hætti Rikku 4 laxabitar Olía til steikingar 6 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 8 mjúkar döðlur, saxaðar 1 hvítlaukur, pressaður 1 msk. kapers SÍTRÓNUSMJÖRSÓSA 60 ml hvítvín 60 ml hvítvínsedik ½ skalottlaukur, sneiddur Sjávarsalt og nýmalaður hvítur pipar 250 g kalt smjör 1 msk. sítrónusafi KARTÖFLUMÚS 3 bökunarkartöflur, afhýddar og soðnar 2 msk. smjör 1 msk. mjólk Sjávarsalt og nýmalaður pipar Rikka Byrjið á því að undirbúa kartöflumúsina og sjóðið kartöflurnar. Steikið hvítlauk upp úr smá olíu og bætið sólþurrkuðum tómötum og döðlum saman við, steikið við meðalhita í 3-4 mínútur. Bætið kapers saman við, takið af hellu og setjið lok yfir. Þá er komið að því að undirbúa sósuna. Byrjið á því að hella hvítvíni og ediki á pönnu og sjóða niður um helming, bætið þá skalottlauk, salti og pipar út í og sjóðið niður við meðalhita þar til um 2 msk. af soðinu eru eftir. Bætið þá köldu smjörinu smám saman við, 1 msk. í einu, þar til að það er uppurið. Hellið sítrónusafanum saman við rétt áður en sósan er borin fram. Þerrið laxabitana með eldhúspappír og kryddið með salti og pipar. Steikið upp úr olíu á meðalheitri pönnu í um 3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Á meðan laxinn er á pönnunni er gott að klára kartöflumúsina. Stappið kartöflurnar (mér finnst best að nota hrærivél) og bætið smjöri og mjólk út í. Kryddið kartöflumúsina eftir smekk. Setjið kartöflumús á disk og leggið laxabita ofan á, hellið sósunni yfir og að lokum tómat- og döðlublöndunni.
Kartöflumús Lax Sjávarréttir Sósur Uppskriftir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira