Ert þú að styrkja hernám Ísraelsmanna? Sema Erla Serdar. skrifar 7. ágúst 2014 08:28 Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun