Grilluð grísarif með sinneps-bourbon BBQ-sósu að hætti Hrefnu Rósu Sætran 8. ágúst 2014 17:00 Hrefna Sætran Vísir/Stefán Grilluð grísarif með heimagerðri sinneps-bourbon BBQ-sósu Grísarifin (Fyrir 4)2 kg af grísarifjum (4 lengjur)6 msk. gróft sjávarsalt2 stilkar sítrónugras2 teningar nautakjötskraftur1 tsk. svört piparkorn4 stk. stjörnuanís2 hvítlauksgeirar2 lítrar vatnAðferð: Nuddið saltinu á rifin og látið standa þannig í 1 klst. Skolið rifin. Setjið á meðan vatnið, gróft saxað sítrónugrasið, nautakraftinn, piparkornin, stjörnuanísinn og gróft saxaðan hvítlaukinn í pott og hitið þar til krafturinn er uppleystur. Kælið vökvann þar til hann er við stofuhita. Setjið rifin í eldfast mót, hellið vökvanum yfir og eldið í 160°C heitum ofni í 2½ tíma. Takið rifin upp úr vökvanum og leyfið þeim að kólna. Sinneps-bourbon BBQ-sósa 2 stk. vorlaukur 1 stk. laukur 2 stk. hvítlaukur 50 g púðursykur 100 g tómatsósa 40 g tómatpurré 50 ml eplaedik 100 ml eplasafi 1 tsk. tabasco-sósa 1 stk. cummin-fræ 200 ml bourbon viskí, t.d. Jack Daniels Grísarif að hætti Hrefnu Sætran.MYND/Björn Árnason Aðferð Saxið grænmetið og steikið það við vægan hita upp úr olíu. Bætið hinu hráefninu út í og sjóðið saman við vægan hita þar til sósan er þykk. Maukið svo sósuna og kælið hana. Það er hægt að útbúa þessa sósu í miklu magni og geyma. Einnig er hægt að sleppa áfenginu og setja t.d. meiri eplasafa eða einhvern dökkan gosdrykk í staðinn. Þegar sósan og rifin eru klár er næsta skref að kveikja upp í grillinu. Gott er að pensla rifin með smá hunangi og grilla þau þannig fyrst á báðum hliðum. Svo er um að gera að pensla þau vel og vandlega með BBQ-sósunni, snúa þeim reglulega og pensla reglulega eða svona 4-5 sinnum. Rifin eru elduð svo að í þessu skrefi erum við bara að gera þau djúsí og falleg með sósunni. Þetta tekur svona 20 mínútur. Gott er að bera rifin fram með bát af sítrusávexti til að fríska upp bragðið Grillréttir Sósur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp
Grilluð grísarif með heimagerðri sinneps-bourbon BBQ-sósu Grísarifin (Fyrir 4)2 kg af grísarifjum (4 lengjur)6 msk. gróft sjávarsalt2 stilkar sítrónugras2 teningar nautakjötskraftur1 tsk. svört piparkorn4 stk. stjörnuanís2 hvítlauksgeirar2 lítrar vatnAðferð: Nuddið saltinu á rifin og látið standa þannig í 1 klst. Skolið rifin. Setjið á meðan vatnið, gróft saxað sítrónugrasið, nautakraftinn, piparkornin, stjörnuanísinn og gróft saxaðan hvítlaukinn í pott og hitið þar til krafturinn er uppleystur. Kælið vökvann þar til hann er við stofuhita. Setjið rifin í eldfast mót, hellið vökvanum yfir og eldið í 160°C heitum ofni í 2½ tíma. Takið rifin upp úr vökvanum og leyfið þeim að kólna. Sinneps-bourbon BBQ-sósa 2 stk. vorlaukur 1 stk. laukur 2 stk. hvítlaukur 50 g púðursykur 100 g tómatsósa 40 g tómatpurré 50 ml eplaedik 100 ml eplasafi 1 tsk. tabasco-sósa 1 stk. cummin-fræ 200 ml bourbon viskí, t.d. Jack Daniels Grísarif að hætti Hrefnu Sætran.MYND/Björn Árnason Aðferð Saxið grænmetið og steikið það við vægan hita upp úr olíu. Bætið hinu hráefninu út í og sjóðið saman við vægan hita þar til sósan er þykk. Maukið svo sósuna og kælið hana. Það er hægt að útbúa þessa sósu í miklu magni og geyma. Einnig er hægt að sleppa áfenginu og setja t.d. meiri eplasafa eða einhvern dökkan gosdrykk í staðinn. Þegar sósan og rifin eru klár er næsta skref að kveikja upp í grillinu. Gott er að pensla rifin með smá hunangi og grilla þau þannig fyrst á báðum hliðum. Svo er um að gera að pensla þau vel og vandlega með BBQ-sósunni, snúa þeim reglulega og pensla reglulega eða svona 4-5 sinnum. Rifin eru elduð svo að í þessu skrefi erum við bara að gera þau djúsí og falleg með sósunni. Þetta tekur svona 20 mínútur. Gott er að bera rifin fram með bát af sítrusávexti til að fríska upp bragðið
Grillréttir Sósur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp