Stórbrotinn söngur í Dómkirkjunni Jónas Sen skrifar 11. ágúst 2014 12:00 "Ég get þó ekki ímyndað mér tónleikagesti hesthúsandi rækjusamloku í hinni virðulegu Dómkirkju,“ segir gagnrýnandi. Fréttablaðið/Vilhelm Shumann-ljóð og íslensk sönglög. Ljóðatónleikar í Dómkirkjunni. María Konráðsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Bjarni Frímann Bjarnason komu fram á hádegistónleikum fimmtudaginn 7. ágúst. Hádegistónleikar eru fastur liður í íslensku tónlistarlífi en eru engu að síður ekkert sérlega vinsælir. Ég hef farið á slatta af hádegistónleikum í gegnum tíðina og yfirleitt eru þeir fremur fámennir. Það er skrítið; oftast kostar lítið sem ekkert inn og dagskráin er stutt og hnitmiðuð svo hún passi inn í venjulega hádegispásu. Af einhverjum ástæðum er sungið á megninu af hádegistónleikum og söngur dregur að fleiri áheyrendur en hljóðfæraleikur. En væntanlega lítur fólk svo á að líkamleg næring sé mikilvægari en sú andlega. Það vill frekar fá sér bita í hádeginu en hlusta á óperusöng. Ef til vill væri sniðugt að bjóða upp á samlokutónleika. Ég get þó ekki ímyndað mér tónleikagesti hesthúsandi rækjusamloku í hinni virðulegu Dómkirkju en þar var ég staddur í hádeginu á fimmtudaginn. Á tónleikunum komu fram tveir ungir söngvarar, þau María Konráðsdóttir og Þorsteinn Freyr Sigurðsson, og píanóleikari var Bjarni Frímann Bjarnason. Tónleikarnir hófust á því að fólk var beðið um að klappa ekki á eftir hverju einasta lagi, heldur bara þegar annar söngvarinn hefði lokið við að syngja tiltekna röð laga og hinn söngvarinn tæki við. Að klappa á eftir hverju lagi tæki alltof mikinn tíma. Því miður tók þó eitthvert skipulagsleysi talsverðan tíma; söngvararnir og/eða píanóleikarinn virtust ekki vita hvaða lag væri næst á dagskránni fyrst framan af. Á endanum var röðin á lögunum allt önnur en tilgreint var í tónleikaskránni. Það var synd, því að öðru leyti voru tónleikarnir prýðisgóðir. María er frábær söngkona, það heyrði maður um leið og hún hóf upp raust sína. Nokkur lög eftir Schumann voru unaðslega falleg og tvö lög eftir Jón Ásgeirsson voru svo innilega túlkuð og vönduð að ég hef sjaldan heyrt annað eins. María hefur forkunnarfagra sópranrödd, bjarta og mjög jafna. Hún hefur líka næma tilfinningu fyrir inntaki hvers lags, sem hún fyrir bragðið miðlaði á sannfærandi hátt til áheyrenda. Þorsteinn er sömuleiðis flottur tenór eins og kom stöðugt betur í ljós eftir því sem á leið tónleikana. Röddin var í fyrstu eilítið lokuð en svo opnaðist hún og var orðin ótrúlega mögnuð áður en yfir lauk. Hið vandasama lag Sigfúsar Einarssonar, Gígjan, var stórbrotið og tignarlegt í meðförum hans, með gríðarlega áhrifamikilli undiröldu og glæsilegum hápunkti. Bjarni Frímann var með allt sitt á hreinu við píanóið. Leikur hans var mjúkur og íhugull, fullur af innsæi og skáldskap. Ég hlakka til að heyra meira með þessu efnilega listafólki.Niðurstaða: Nokkurt skipulagsleysi einkenndi dagskrána fyrst framan af en magnaður söngur og píanóleikur bættu það upp og vel það. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Shumann-ljóð og íslensk sönglög. Ljóðatónleikar í Dómkirkjunni. María Konráðsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Bjarni Frímann Bjarnason komu fram á hádegistónleikum fimmtudaginn 7. ágúst. Hádegistónleikar eru fastur liður í íslensku tónlistarlífi en eru engu að síður ekkert sérlega vinsælir. Ég hef farið á slatta af hádegistónleikum í gegnum tíðina og yfirleitt eru þeir fremur fámennir. Það er skrítið; oftast kostar lítið sem ekkert inn og dagskráin er stutt og hnitmiðuð svo hún passi inn í venjulega hádegispásu. Af einhverjum ástæðum er sungið á megninu af hádegistónleikum og söngur dregur að fleiri áheyrendur en hljóðfæraleikur. En væntanlega lítur fólk svo á að líkamleg næring sé mikilvægari en sú andlega. Það vill frekar fá sér bita í hádeginu en hlusta á óperusöng. Ef til vill væri sniðugt að bjóða upp á samlokutónleika. Ég get þó ekki ímyndað mér tónleikagesti hesthúsandi rækjusamloku í hinni virðulegu Dómkirkju en þar var ég staddur í hádeginu á fimmtudaginn. Á tónleikunum komu fram tveir ungir söngvarar, þau María Konráðsdóttir og Þorsteinn Freyr Sigurðsson, og píanóleikari var Bjarni Frímann Bjarnason. Tónleikarnir hófust á því að fólk var beðið um að klappa ekki á eftir hverju einasta lagi, heldur bara þegar annar söngvarinn hefði lokið við að syngja tiltekna röð laga og hinn söngvarinn tæki við. Að klappa á eftir hverju lagi tæki alltof mikinn tíma. Því miður tók þó eitthvert skipulagsleysi talsverðan tíma; söngvararnir og/eða píanóleikarinn virtust ekki vita hvaða lag væri næst á dagskránni fyrst framan af. Á endanum var röðin á lögunum allt önnur en tilgreint var í tónleikaskránni. Það var synd, því að öðru leyti voru tónleikarnir prýðisgóðir. María er frábær söngkona, það heyrði maður um leið og hún hóf upp raust sína. Nokkur lög eftir Schumann voru unaðslega falleg og tvö lög eftir Jón Ásgeirsson voru svo innilega túlkuð og vönduð að ég hef sjaldan heyrt annað eins. María hefur forkunnarfagra sópranrödd, bjarta og mjög jafna. Hún hefur líka næma tilfinningu fyrir inntaki hvers lags, sem hún fyrir bragðið miðlaði á sannfærandi hátt til áheyrenda. Þorsteinn er sömuleiðis flottur tenór eins og kom stöðugt betur í ljós eftir því sem á leið tónleikana. Röddin var í fyrstu eilítið lokuð en svo opnaðist hún og var orðin ótrúlega mögnuð áður en yfir lauk. Hið vandasama lag Sigfúsar Einarssonar, Gígjan, var stórbrotið og tignarlegt í meðförum hans, með gríðarlega áhrifamikilli undiröldu og glæsilegum hápunkti. Bjarni Frímann var með allt sitt á hreinu við píanóið. Leikur hans var mjúkur og íhugull, fullur af innsæi og skáldskap. Ég hlakka til að heyra meira með þessu efnilega listafólki.Niðurstaða: Nokkurt skipulagsleysi einkenndi dagskrána fyrst framan af en magnaður söngur og píanóleikur bættu það upp og vel það.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira