Tífalt meira nautakjöt flutt inn á milli ára Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 07:00 Gífurleg aukning hefur orðið á innflutningi á nautgripakjöti til hakkgerðar. Innlend framleiðsla á nautgripakjöti hefur dregist saman vegna aukinnar eftirspurnar á mjólkurvörum. vísir/stefán Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“ Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“
Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38
Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00
Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00