Tífalt meira nautakjöt flutt inn á milli ára Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 07:00 Gífurleg aukning hefur orðið á innflutningi á nautgripakjöti til hakkgerðar. Innlend framleiðsla á nautgripakjöti hefur dregist saman vegna aukinnar eftirspurnar á mjólkurvörum. vísir/stefán Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“ Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“
Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38
Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00
Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00