Afar sjaldgæfar upptökur á netið Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2014 12:00 Liðsmenn Quarashi eru ekkert pirraðir yfir því að upptökur af tónleikum þeirra með Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi ratað á netið. vísir/daníel „Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“ Eurovision Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Sjá meira
„Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“
Eurovision Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Sjá meira