Þægilegt að geta horfið í smástund Baldvin Þormóðsson skrifar 15. ágúst 2014 15:00 Ýr Jóhannsdóttir sérhæfir sig í að prjóna peysur eftir sínu eigin höfði og er umtöluð fyrir nýstárlega hönnun. mynd/einkasafn „Stundum langar mann bara að leggjast niður og fela sig við alls konar aðstæður,“ segir Ýr Jóhannsdóttir en hún hefur vakið mikla athygli fyrir prjónaflíkur sínar undanfarin misseri. Ýr prjónar undir merkinu Ýrúrarí en á Menningarnótt mun hún sýna sitt stærsta verkefni til þessa. „Þetta er peysa með hettu sem þú getur klæðst og lagst niður og þá ertu eins og steinn,“ lýsir Ýr en hún vann peysuna í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og sýndi hana á lokasýningu sumarsins. „Ég lagðist þá bara niður í fimm mínútur og hafði algjöra þögn,“ segir Ýr en verkefnið heitir Ég er steinn. „Ég held að margir lendi í þessu, það er þægilegt að geta horfið í smástund og verið steinn.“Sýnir á Menningarnótt Sýningin verður í búðinni ANNA MARIA á Skólavörðustíg en í næstu viku mun ljósmyndarinn Magnús Andersen taka ljósmyndir af verkefninu til þess að sýna fram á virkni peysunnar og munu þær ljósmyndir einnig verða til sýnis á sýningunni. Ungi hönnuðurinn ætlar svo sannarlega ekki að slá slöku við í vetur en hún mun hefja nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík, auk þess sem hún ætlar að opna netverslun fyrir Ýrúrarí. „Ég ætla allavega að reyna að láta þetta ganga,“ segir Ýr. „Spurning hvort að fólk sé tilbúið að ganga í svona skrítnum fötum.“ Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Stundum langar mann bara að leggjast niður og fela sig við alls konar aðstæður,“ segir Ýr Jóhannsdóttir en hún hefur vakið mikla athygli fyrir prjónaflíkur sínar undanfarin misseri. Ýr prjónar undir merkinu Ýrúrarí en á Menningarnótt mun hún sýna sitt stærsta verkefni til þessa. „Þetta er peysa með hettu sem þú getur klæðst og lagst niður og þá ertu eins og steinn,“ lýsir Ýr en hún vann peysuna í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og sýndi hana á lokasýningu sumarsins. „Ég lagðist þá bara niður í fimm mínútur og hafði algjöra þögn,“ segir Ýr en verkefnið heitir Ég er steinn. „Ég held að margir lendi í þessu, það er þægilegt að geta horfið í smástund og verið steinn.“Sýnir á Menningarnótt Sýningin verður í búðinni ANNA MARIA á Skólavörðustíg en í næstu viku mun ljósmyndarinn Magnús Andersen taka ljósmyndir af verkefninu til þess að sýna fram á virkni peysunnar og munu þær ljósmyndir einnig verða til sýnis á sýningunni. Ungi hönnuðurinn ætlar svo sannarlega ekki að slá slöku við í vetur en hún mun hefja nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík, auk þess sem hún ætlar að opna netverslun fyrir Ýrúrarí. „Ég ætla allavega að reyna að láta þetta ganga,“ segir Ýr. „Spurning hvort að fólk sé tilbúið að ganga í svona skrítnum fötum.“
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira