„Þetta reddast“ Mikael Torfason skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar