„Þetta reddast“ Mikael Torfason skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar