Hafa ekki sungið saman í hartnær fjörutíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 13:30 Systurnar Janis Carol og Linda Walker syngja á Litlu jazzhátíðinni í Hafnarfirði á föstudaginn. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að flytja alls konar góða standarda úr djasssögunni og segja sögur við hæfi. Það eru að verða 40 ár síðan við sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1975, segir Janis Carol söngkona, en hún og systir hennar, Linda Walker, halda tónleika saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. „Við ólumst upp í Hafnarfirði og því er Bæjarbíó tilvalinn staður fyrir okkur, enda köllum við okkur Fjarðarsystur,“ útskýrir hún. „Með okkur spila frábærir hljóðfæraleikarar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Andres Thor á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þar að auki hef ég beðið litla dótturdóttur mína, Hafdísi Jönu, að syngja með okkur, hún kom fram í Ísland Got Talent síðastliðið vor. Þetta verður notaleg kvöldstund í þægilegu umhverfi.“ Systurnar Janis og Linda ólust upp á Íslandi að miklu leyti og voru báðar vinsælar söngkonur hér á sjöunda og áttunda áratugnum, bæði á sviði poppsins og dixílandtónlistar. „Við komum fram með köppum eins og Guðmundi Steingríms, Árna Ísleifs, Gunnari Ormslev, Reyni Jónasar og Guðmundi Ingólfs,“ rifjar Janis upp. Hún kveðst líka hafa tekið þátt í söngleikjunum Hárinu í Glaumbæ og Súperstar í Austurbæ. Þeim síðarnefnda með Pálma Gunnars, Herberti og fleiri stjörnum. Leið systranna lá héðan til Englands. Þar tók Janis þátt í söngleikjum á West End, svo sem Evítu og Jesus Crist Superstar, auk þess sem hún söng aðalhlutverkið í Cats. Í mörg ár bjó hún í Bandaríkjunum en nú eru þær báðar að flytja hingað heim. „Ég er að festa kaup á íbúð en Linda ætlar að taka þann pakka á næsta ári. Ég er búin að koma fram á tvennum tónleikum á Rosenberg og Linda hefur sungið á blúshátíðum,“ segir Janis. „Við sungum ekkert í tuttugu ár en erum byrjaðar aftur og í þetta skipti saman." Úr Helgarpóstinum 20.10. 1983 Íslenska söngkonan JanisCarol er að verða ein helsla stjarnan á söngleikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Nielsson, hefur nú tekið við aðalhlutverkinu í nýjasta söngleik Andrews Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðalhlutverkið í sýningunni, sem heitir Song and Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis. Ísland Got Talent Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Við ætlum að flytja alls konar góða standarda úr djasssögunni og segja sögur við hæfi. Það eru að verða 40 ár síðan við sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1975, segir Janis Carol söngkona, en hún og systir hennar, Linda Walker, halda tónleika saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. „Við ólumst upp í Hafnarfirði og því er Bæjarbíó tilvalinn staður fyrir okkur, enda köllum við okkur Fjarðarsystur,“ útskýrir hún. „Með okkur spila frábærir hljóðfæraleikarar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Andres Thor á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þar að auki hef ég beðið litla dótturdóttur mína, Hafdísi Jönu, að syngja með okkur, hún kom fram í Ísland Got Talent síðastliðið vor. Þetta verður notaleg kvöldstund í þægilegu umhverfi.“ Systurnar Janis og Linda ólust upp á Íslandi að miklu leyti og voru báðar vinsælar söngkonur hér á sjöunda og áttunda áratugnum, bæði á sviði poppsins og dixílandtónlistar. „Við komum fram með köppum eins og Guðmundi Steingríms, Árna Ísleifs, Gunnari Ormslev, Reyni Jónasar og Guðmundi Ingólfs,“ rifjar Janis upp. Hún kveðst líka hafa tekið þátt í söngleikjunum Hárinu í Glaumbæ og Súperstar í Austurbæ. Þeim síðarnefnda með Pálma Gunnars, Herberti og fleiri stjörnum. Leið systranna lá héðan til Englands. Þar tók Janis þátt í söngleikjum á West End, svo sem Evítu og Jesus Crist Superstar, auk þess sem hún söng aðalhlutverkið í Cats. Í mörg ár bjó hún í Bandaríkjunum en nú eru þær báðar að flytja hingað heim. „Ég er að festa kaup á íbúð en Linda ætlar að taka þann pakka á næsta ári. Ég er búin að koma fram á tvennum tónleikum á Rosenberg og Linda hefur sungið á blúshátíðum,“ segir Janis. „Við sungum ekkert í tuttugu ár en erum byrjaðar aftur og í þetta skipti saman." Úr Helgarpóstinum 20.10. 1983 Íslenska söngkonan JanisCarol er að verða ein helsla stjarnan á söngleikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Nielsson, hefur nú tekið við aðalhlutverkinu í nýjasta söngleik Andrews Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðalhlutverkið í sýningunni, sem heitir Song and Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis.
Ísland Got Talent Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira