Auður átti sér margar skemmtilegar hliðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 14:15 Guðný Dóra og Þórunn Elísabet eru búnar að koma hlutunum á sýningunni fallega fyrir. Fréttablaðið/GVA „Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira