Ferðaþjónustan getur greitt sitt Mikael Torfason skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. „Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís. Á Íslandi er virðisaukaskattur ýmist sjö eða tuttugu og fimm komma fimm prósent. Reyndar er þetta enn flóknara þegar ferðaþjónustan er annars vegar því sumt ber engan virðisaukaskatt, eins og til dæmis fólksflutningar, innanlands- og millilandaflug auk fargjalds í ferjur og hópferðabíla og auðvitað leigubíla. Það er enginn virðisaukaskattur rukkaður þegar þú tekur leigubíl en ef þú leigir bílaleigubíl er vaskurinn svokallaði tuttugu og fimm komma fimm prósent. Flækjustigið endar ekki hér því ef þú leigir þér kajak eða hest eða köfunarbúnað þarftu að borga vask. En ef um skipulagða hópferð er að ræða með fararstjóra þá er enginn vaskur af hvalaskoðuninni, hestaferðinni eða sjóstangaveiðinni. Alls konar glufur eru í kerfinu sem valda ruglingi eins og til dæmis að ef einhver kaupir sér leyfi til að veiða fimm fiska í vatni þarf söluaðili að rukka virðisaukaskatt en veiðileyfi í vatni, ef ekki er tilgreint hversu margir fiskar ætlað er að veiðist, er leyfið undanþegið vaski. Eins og Vigdís benti á í síðustu viku þá var þetta kerfi á sínum tíma hugsað til að styðja við nýja atvinnugrein sem átti erfitt uppdráttar. Nú hins vegar er þetta orðin ein aðalatvinnugrein okkar og svo mikil er sóknin og aukningin að það stórsér á landinu okkar. Ríkiskassinn þarf tilfinnanlega á fjármunum að halda til að mæta þessum mikla ágangi ferðamanna og því sjálfsagt að rukka virðisaukaskatt. Bjarni Benediktsson hefur boðað að breytingarnar sem hann vill gera á kerfinu séu til einföldunar, lækka jafnvel efra þrepið og hækka það neðra og fækka undanþágum; skynsamlegt því undanþágurnar eiga að vera fáar sem engar. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Hugsanlega geta einhverjar undanþágur frá þeirri reglu verið nauðsynlegar en það verður að hugsa þá hugsun til enda og heildrænt. Ekki þýðir að miða við stöðu einhvers eins í dag, ef það leiðir óhjákvæmilega til kerfis sem er óskiljanlegt og götótt – stagbæta svo í glufurnar þannig að þetta fer meira og minna í sjálft sig. Að öllu jöfnu ætti skattkerfið að vera einfalt, gegnsætt og beinskeytt. Að menn gleymi ekki tilganginum. Þannig er það ekki í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. „Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís. Á Íslandi er virðisaukaskattur ýmist sjö eða tuttugu og fimm komma fimm prósent. Reyndar er þetta enn flóknara þegar ferðaþjónustan er annars vegar því sumt ber engan virðisaukaskatt, eins og til dæmis fólksflutningar, innanlands- og millilandaflug auk fargjalds í ferjur og hópferðabíla og auðvitað leigubíla. Það er enginn virðisaukaskattur rukkaður þegar þú tekur leigubíl en ef þú leigir bílaleigubíl er vaskurinn svokallaði tuttugu og fimm komma fimm prósent. Flækjustigið endar ekki hér því ef þú leigir þér kajak eða hest eða köfunarbúnað þarftu að borga vask. En ef um skipulagða hópferð er að ræða með fararstjóra þá er enginn vaskur af hvalaskoðuninni, hestaferðinni eða sjóstangaveiðinni. Alls konar glufur eru í kerfinu sem valda ruglingi eins og til dæmis að ef einhver kaupir sér leyfi til að veiða fimm fiska í vatni þarf söluaðili að rukka virðisaukaskatt en veiðileyfi í vatni, ef ekki er tilgreint hversu margir fiskar ætlað er að veiðist, er leyfið undanþegið vaski. Eins og Vigdís benti á í síðustu viku þá var þetta kerfi á sínum tíma hugsað til að styðja við nýja atvinnugrein sem átti erfitt uppdráttar. Nú hins vegar er þetta orðin ein aðalatvinnugrein okkar og svo mikil er sóknin og aukningin að það stórsér á landinu okkar. Ríkiskassinn þarf tilfinnanlega á fjármunum að halda til að mæta þessum mikla ágangi ferðamanna og því sjálfsagt að rukka virðisaukaskatt. Bjarni Benediktsson hefur boðað að breytingarnar sem hann vill gera á kerfinu séu til einföldunar, lækka jafnvel efra þrepið og hækka það neðra og fækka undanþágum; skynsamlegt því undanþágurnar eiga að vera fáar sem engar. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Hugsanlega geta einhverjar undanþágur frá þeirri reglu verið nauðsynlegar en það verður að hugsa þá hugsun til enda og heildrænt. Ekki þýðir að miða við stöðu einhvers eins í dag, ef það leiðir óhjákvæmilega til kerfis sem er óskiljanlegt og götótt – stagbæta svo í glufurnar þannig að þetta fer meira og minna í sjálft sig. Að öllu jöfnu ætti skattkerfið að vera einfalt, gegnsætt og beinskeytt. Að menn gleymi ekki tilganginum. Þannig er það ekki í dag.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun