Bandarískt framleiðslufyrirtæki leitar til íslenskra tökumanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2014 09:00 Karl er himinlifandi yfir að vinna með eintómum fagmönnum. vísir/gva „Ég er fyrst og fremst stoltur af teyminu sem ég er að vinna með. Þetta eru fagmenn í öllum hornum,“ segir Karl Sigurðsson, verkefnastjóri tæknifyrirtækisins Luxor. Luxor, ásamt Sagafilm og 365, vann að beinni útsendingu Yahoo! frá tónleikum Justins Timberlake í Kórnum fyrir stuttu. Framleiðslufyrirtækið Live Media Group sá um að framleiða tónleikana og leist forsvarsmönnum fyrirtækisins svo vel á íslenska tökumenn að þeir vilja fá þá í verkefni á erlendri grundu. „Þegar tónleikunum lauk voru stjórnendur Live Media Group himinlifandi með tökumennina. Þeir sögðu að íslenska teymið væri allt öðru vísi en teymi sem þeir höfðu kynnst annars staðar í Evrópu að því leyti að í öðrum löndum fá þeir yfirleitt að heyra orðin „not possible“ við hinum ýmsu spurningum á meðan Íslendingar reddi málum og gangi beint í hlutina. Síðan kom tölvupóstur nokkrum dögum síðar þar sem þeir óskuðu eftir vissum aðilum frá okkur til að vinna verkefni í New York í desember,“ segir Karl, en getur lítið tjáð sig um verkefnið. Hann segir þó að um tónlistartengdan viðburð sé að ræða sem verði sjónvarpað beint fyrir bandarískt sjónvarp en Live Media Group vinnur meðal annars náið með bandarískum kvikmyndaverum að ýmsum beinum útsendingum frá rauða dreglinum. Karl er mjög ánægður með útkomu tónleika Justins Timberlake. „Þetta er örugglega mesta áhorf sem íslensk útsending hefur fengið. Það tekur vel á taugarnar. Í svona útsendingu felst gífurlega mikill undirbúningur en seinustu klukkutímarnir fyrir útsendingu eru erfiðastir. Við leigðum til að mynda stórar linsur frá Danmörku en flugvélin sem átti að flytja þær til landsins bilaði og því þurfti að redda þannig að linsurnar voru fluttar til Belgíu og þaðan til Íslands. Það gerðist allt daginn fyrir tónleikana og þá var ég vel á nálum,“ segir Karl. Hann segir að beiðni eins og þessi frá Live Media Group hafi mikla þýðingu fyrir bransann hér heima. „Við erum svo fá í íslenska sjónvarpsbransanum þannig að það eru alltaf allir í öllum verkefnum og þar af leiðandi með mikla reynslu af ýmsum verkefnum. Það er að skila sér og svona beiðni sýnir okkur að við erum á réttri leið.“Tónleikum Justins Timberlake í Kórnum var sjónvarpað beint á Yahoo!vísir/andri marinóSýna beint frá glamúrnum í Hollywood Live Media Group var stofnað árið 2008 og hét þá Premiere Entertainment. Fyrst sérhæfði fyrirtækið sig í útsendingum frá rauða dreglinum þegar um frumsýningar stórmynda var að ræða. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið einnig fært sig út í útsendingar af verðlaunahátíðum, tónleikum og ýmiss konar viðburðum.Meðal verkefna Live Media Group á árinu eru:Útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! og Television Academy.Frumsýning The Hunger Games: Catching Fire fyrir Lionsgate og Yahoo!Heimsfrumsýning Edge of Tomorrow fyrir Warner Brothers.Frumsýning The Amazing Spider-Man 2 fyrir Yahoo!Útsending frá Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!Útsending frá Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir CBS.com og ETonline.Útsending frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! Golden Globes Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stoltur af teyminu sem ég er að vinna með. Þetta eru fagmenn í öllum hornum,“ segir Karl Sigurðsson, verkefnastjóri tæknifyrirtækisins Luxor. Luxor, ásamt Sagafilm og 365, vann að beinni útsendingu Yahoo! frá tónleikum Justins Timberlake í Kórnum fyrir stuttu. Framleiðslufyrirtækið Live Media Group sá um að framleiða tónleikana og leist forsvarsmönnum fyrirtækisins svo vel á íslenska tökumenn að þeir vilja fá þá í verkefni á erlendri grundu. „Þegar tónleikunum lauk voru stjórnendur Live Media Group himinlifandi með tökumennina. Þeir sögðu að íslenska teymið væri allt öðru vísi en teymi sem þeir höfðu kynnst annars staðar í Evrópu að því leyti að í öðrum löndum fá þeir yfirleitt að heyra orðin „not possible“ við hinum ýmsu spurningum á meðan Íslendingar reddi málum og gangi beint í hlutina. Síðan kom tölvupóstur nokkrum dögum síðar þar sem þeir óskuðu eftir vissum aðilum frá okkur til að vinna verkefni í New York í desember,“ segir Karl, en getur lítið tjáð sig um verkefnið. Hann segir þó að um tónlistartengdan viðburð sé að ræða sem verði sjónvarpað beint fyrir bandarískt sjónvarp en Live Media Group vinnur meðal annars náið með bandarískum kvikmyndaverum að ýmsum beinum útsendingum frá rauða dreglinum. Karl er mjög ánægður með útkomu tónleika Justins Timberlake. „Þetta er örugglega mesta áhorf sem íslensk útsending hefur fengið. Það tekur vel á taugarnar. Í svona útsendingu felst gífurlega mikill undirbúningur en seinustu klukkutímarnir fyrir útsendingu eru erfiðastir. Við leigðum til að mynda stórar linsur frá Danmörku en flugvélin sem átti að flytja þær til landsins bilaði og því þurfti að redda þannig að linsurnar voru fluttar til Belgíu og þaðan til Íslands. Það gerðist allt daginn fyrir tónleikana og þá var ég vel á nálum,“ segir Karl. Hann segir að beiðni eins og þessi frá Live Media Group hafi mikla þýðingu fyrir bransann hér heima. „Við erum svo fá í íslenska sjónvarpsbransanum þannig að það eru alltaf allir í öllum verkefnum og þar af leiðandi með mikla reynslu af ýmsum verkefnum. Það er að skila sér og svona beiðni sýnir okkur að við erum á réttri leið.“Tónleikum Justins Timberlake í Kórnum var sjónvarpað beint á Yahoo!vísir/andri marinóSýna beint frá glamúrnum í Hollywood Live Media Group var stofnað árið 2008 og hét þá Premiere Entertainment. Fyrst sérhæfði fyrirtækið sig í útsendingum frá rauða dreglinum þegar um frumsýningar stórmynda var að ræða. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið einnig fært sig út í útsendingar af verðlaunahátíðum, tónleikum og ýmiss konar viðburðum.Meðal verkefna Live Media Group á árinu eru:Útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! og Television Academy.Frumsýning The Hunger Games: Catching Fire fyrir Lionsgate og Yahoo!Heimsfrumsýning Edge of Tomorrow fyrir Warner Brothers.Frumsýning The Amazing Spider-Man 2 fyrir Yahoo!Útsending frá Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!Útsending frá Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir CBS.com og ETonline.Útsending frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!
Golden Globes Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“