Stóru verkefnin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. september 2014 07:00 Á morgun snúa kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi aftur til starfa eftir sumarfrí. Það gekk ýmislegt á fyrsta ár þessa þings – og venju samkvæmt finnst mörgum alltof mikill tími hafa farið í karp og þvaður á meðan mikilvæg mál voru látin sitja á hakanum. Ríkisstjórn og þingmenn, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, þurfa nú nauðsynlega að líta í eigin barm. Staðan er nefnilega þannig að við höfum ekki efni á frekari sundurlyndi meðal stjórnmálamannanna okkar. Fyrir ríkisstjórn og þingi liggja brýn úrlausnarefni, mál sem hafa afgerandi áhrif á framtíð okkar í þessu landi – það hafa þau eflaust áður gert – en á þessum síðustu og verstu virðast þau aldrei hafa verið brýnni. Þar ber náttúrulega helst að nefna afnám hinna alræmdu gjaldeyrishafta sem eru hægt og bítandi að murka lífið úr viðskiptalífinu og gera okkur að ríkisvæddu láglaunalandi – algjöru brottkasti meðal þeirra þjóða sem við höfum oftast borið okkur saman við í gegnum tíðina. Sem betur fer virðist núverandi ríkisstjórn vera meðvituð um vandann en í stefnuyfirlýsingu hennar var afnám fjármagnshafta sagt eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar. Kynning á sérfræðingahópi til að uppfæra heildaráætlun um afnámið hefur verið boðuð með haustinu og nú þegar hafa bæði innlendir og erlendir sérfræðingar verið ráðnir til að vinna með stjórnvöldum að þessu verkefni. Það er ekkert nema jákvætt að ríkisstjórnin átti sig á gríðarlegu mikilvægi þessa verkefnis. Einhverjir hafa sagt að takist þessari stjórn að afnema gjaldeyrishöftin á þessu kjörtímabili geti hún gengið stolt frá borði sama hvernig henni tekst til alls staðar annars staðar. En þrátt fyrir að ríkisstjórninni takist að komast nokkuð skammlaust í gegnum það ógnarstóra verkefni þá þýðir það ekki að björninn sé unninn. Bæði má búast við að hér munum við í nánustu framtíð áfram búa við gjaldeyrishöft í einhverri annarri og smærri mynd – og með íslensku krónunni megum við búast við efnahagslegum óstöðugleika áfram. Það er verkefni stjórnvalda á hverjum tíma að tryggja að viðskiptaumhverfið sé stöðugt, sama með hvaða hætti þau svo kjósa að gera það. Fyrir utan þessi stóru verkefni verður fjárlagafrumvarpið kynnt í vikunni. Ríkisstjórnin heldur áfram að leggja áherslu á hallalaus fjárlög, sem er jákvætt. Landspítalinn og heilsugæslan eru í vanda sem óljóst er hvernig ráðið verður fram úr, stórar breytingar hafa verið kynntar í menntamálum líkt og í húsnæðismálum. Að auki stefnir í harða kjarabaráttu með haustinu, þar sem báðir aðilar hafa háleit markmið sem erfitt er að sjá hvernig fara eiga saman. Í áðurnefndri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kom fram að hún vildi leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hafi íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Hallgrímur Pétursson orti eitt sinn að gott væri að hætta hverjum leik þá hæst hann færi. Það má færa rök fyrir því að sundurlyndið niðri á Alþingi hafi fyrir löngu náð þeim hæðum að réttast væri að láta staðar numið. Þetta er orðið gott. Við höfum ekki efni á meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun
Á morgun snúa kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi aftur til starfa eftir sumarfrí. Það gekk ýmislegt á fyrsta ár þessa þings – og venju samkvæmt finnst mörgum alltof mikill tími hafa farið í karp og þvaður á meðan mikilvæg mál voru látin sitja á hakanum. Ríkisstjórn og þingmenn, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, þurfa nú nauðsynlega að líta í eigin barm. Staðan er nefnilega þannig að við höfum ekki efni á frekari sundurlyndi meðal stjórnmálamannanna okkar. Fyrir ríkisstjórn og þingi liggja brýn úrlausnarefni, mál sem hafa afgerandi áhrif á framtíð okkar í þessu landi – það hafa þau eflaust áður gert – en á þessum síðustu og verstu virðast þau aldrei hafa verið brýnni. Þar ber náttúrulega helst að nefna afnám hinna alræmdu gjaldeyrishafta sem eru hægt og bítandi að murka lífið úr viðskiptalífinu og gera okkur að ríkisvæddu láglaunalandi – algjöru brottkasti meðal þeirra þjóða sem við höfum oftast borið okkur saman við í gegnum tíðina. Sem betur fer virðist núverandi ríkisstjórn vera meðvituð um vandann en í stefnuyfirlýsingu hennar var afnám fjármagnshafta sagt eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar. Kynning á sérfræðingahópi til að uppfæra heildaráætlun um afnámið hefur verið boðuð með haustinu og nú þegar hafa bæði innlendir og erlendir sérfræðingar verið ráðnir til að vinna með stjórnvöldum að þessu verkefni. Það er ekkert nema jákvætt að ríkisstjórnin átti sig á gríðarlegu mikilvægi þessa verkefnis. Einhverjir hafa sagt að takist þessari stjórn að afnema gjaldeyrishöftin á þessu kjörtímabili geti hún gengið stolt frá borði sama hvernig henni tekst til alls staðar annars staðar. En þrátt fyrir að ríkisstjórninni takist að komast nokkuð skammlaust í gegnum það ógnarstóra verkefni þá þýðir það ekki að björninn sé unninn. Bæði má búast við að hér munum við í nánustu framtíð áfram búa við gjaldeyrishöft í einhverri annarri og smærri mynd – og með íslensku krónunni megum við búast við efnahagslegum óstöðugleika áfram. Það er verkefni stjórnvalda á hverjum tíma að tryggja að viðskiptaumhverfið sé stöðugt, sama með hvaða hætti þau svo kjósa að gera það. Fyrir utan þessi stóru verkefni verður fjárlagafrumvarpið kynnt í vikunni. Ríkisstjórnin heldur áfram að leggja áherslu á hallalaus fjárlög, sem er jákvætt. Landspítalinn og heilsugæslan eru í vanda sem óljóst er hvernig ráðið verður fram úr, stórar breytingar hafa verið kynntar í menntamálum líkt og í húsnæðismálum. Að auki stefnir í harða kjarabaráttu með haustinu, þar sem báðir aðilar hafa háleit markmið sem erfitt er að sjá hvernig fara eiga saman. Í áðurnefndri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kom fram að hún vildi leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hafi íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Hallgrímur Pétursson orti eitt sinn að gott væri að hætta hverjum leik þá hæst hann færi. Það má færa rök fyrir því að sundurlyndið niðri á Alþingi hafi fyrir löngu náð þeim hæðum að réttast væri að láta staðar numið. Þetta er orðið gott. Við höfum ekki efni á meiru.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun