Sísý Ey í samstarf við Andy Butler Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2014 13:00 Hljómsveitin Sísý Ey er á leið til London. MYND/Úr einkasafni „Við kynntumst Andy Butler í Hercules and Love Affair þegar hann kom til landsins til þess að spila á eins árs afmæli skemmtistaðarins Dolly,“ segir Elín Eyþórsdóttir, meðlimur í stuðsveitinni Sísý Ey, en hljómsveitin er á leið til Lundúna að spila með hljómsveit Andys sem nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og þótt víðar væri leitað. „Það var tónlistarmaðurinn og sameiginlegur vinur okkar John Grant sem kynnti okkur almennilega fyrir honum,“ heldur Elín áfram, og systir hennar, Sigríður, sem er einnig meðlimur í sveitinni, tekur í sama streng. „Við erum mjög spennt fyrir þessu, en við komum til með að gefa út smáskífu hjá plötufyrirtæki Andys, Mr. International, í nóvember. Þá spilum við á tónleikunum, á tónleikastaðnum Oval Space. Svo er stefnan sett á að spila á fleiri stöðum í Evrópu í framhaldinu.“ Sísý Ey samanstendur af systrunum Elínu, Sigríði og Elísabetu Eyþórsdætrum, ásamt plötusnúðnum Friðfinni Sigurðssyni, betur þekktum sem DJ Oculus. Þær vöktu fyrst athygli með smellnum Ain‘t got nobody, sumarið 2012, en hafa síðan spilað á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víðar, meðal annars á raftónlistarhátíðinni Sonar í Barselóna. Sónar Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við kynntumst Andy Butler í Hercules and Love Affair þegar hann kom til landsins til þess að spila á eins árs afmæli skemmtistaðarins Dolly,“ segir Elín Eyþórsdóttir, meðlimur í stuðsveitinni Sísý Ey, en hljómsveitin er á leið til Lundúna að spila með hljómsveit Andys sem nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og þótt víðar væri leitað. „Það var tónlistarmaðurinn og sameiginlegur vinur okkar John Grant sem kynnti okkur almennilega fyrir honum,“ heldur Elín áfram, og systir hennar, Sigríður, sem er einnig meðlimur í sveitinni, tekur í sama streng. „Við erum mjög spennt fyrir þessu, en við komum til með að gefa út smáskífu hjá plötufyrirtæki Andys, Mr. International, í nóvember. Þá spilum við á tónleikunum, á tónleikastaðnum Oval Space. Svo er stefnan sett á að spila á fleiri stöðum í Evrópu í framhaldinu.“ Sísý Ey samanstendur af systrunum Elínu, Sigríði og Elísabetu Eyþórsdætrum, ásamt plötusnúðnum Friðfinni Sigurðssyni, betur þekktum sem DJ Oculus. Þær vöktu fyrst athygli með smellnum Ain‘t got nobody, sumarið 2012, en hafa síðan spilað á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víðar, meðal annars á raftónlistarhátíðinni Sonar í Barselóna.
Sónar Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“