Að éta það sem inni frýs Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. september 2014 07:00 Það er dauði og djöfuls nauð er dygðum snauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Þessi vísa sem eignuð er Bólu-Hjálmari sækir óneitanlega á hugann í kjölfar eldhúsdagsumræðna á Alþingi og kynningu á fjármálafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir komandi ár. Þrátt fyrir háværar fullyrðingar ráðherranna er nefnilega augljóst að undirliggjandi drifkraftur stefnu hennar er að hygla þeim sem betur mega sín á kostnað hinna snauðu og auka þannig hið ört breikkandi bil á milli efri og lægri stétta. Það þykir að vísu ósköp gamaldags og hallærislegt að tala um stéttir í þessu sambandi, hér hefur aldrei verið stéttaskipting að mati hæstvirts forsætisráðherra, eins og hann ítrekaði í ræðu sinni hinn 17. júní í sumar. Við erum öll kóngar í eigin tilveru og höfum jafna möguleika og þeir sem ekki spjara sig eru bara aumingjar sem geta sjálfum sér um kennt. Velferðarþjóðfélag í norrænum anda hefur aldrei notið stuðnings meirihluta þjóðarinnar og því ósköp eðlilegt að stjórnarherrarnir sem komust til valda með innantómum loforðum um meira í ÞINN vasa haldi áfram að hamra það járn. Íslendingar hafa nefnilega aldrei verið hallir undir það viðhorf að þeim beri að gæta síns minnsta bróður. Hann getur bara passað sig sjálfur. „En það er verið að hækka örorku- og ellilífeyri, já, og barnabæturnar líka. Óttalegt bull er þetta,“ segja stuðningsmenn stjórnarinnar. „Skattkerfið er ekki til þess fallið að auka jöfnuð.“ Gott og vel. En virðisaukaskattshækkun á matvæli og kennslugögn, hækkun á þátttöku sjúklinga í lyfja- og lækniskostnaði, hækkun á rafmagni og hita, svo stiklað sé á stóru, vega þá hækkun upp og rúmlega það svo ekki sé nú minnst á skerðingu réttar til atvinnuleysisbóta. Fólkið sem þarf að lifa af þessum „bótum“ öllum á nú þegar varla til hnífs né skeiðar og er ekki í nokkurn stakk búið til að mæta auknum kostnaði við rekstur heimilis. Lækkanir á heimilistækjum koma því fólki heldur ekki til góða því það er enginn afgangur fyrir slíkum „lúxus“ þegar útgjöldum hvers mánaðar hefur verið mætt. Sá misskilningur forsætisráðherra að það sem barnafjölskyldur í landinu þurfi helst á að halda til að auka hamingju sína sé að geta keypt fleiri flatskjái og iPada handa börnunum sínum lýsir í hnotskurn þeirri veruleikafirringu sem kjörnir fulltrúar meirihlutans búa við. Þessi hugsunarháttur er svo sem ekki séríslenskt fyrirbæri. Fyrirmyndir okkar í BNA hafa alltaf fylgt þessari stefnu og íhaldsstjórnin í Bretlandi hefur leynt og ljóst á stefnuskránni að auka bilið milli efri og lægri stétta. Þar í landi hafa gárungar slegið því fram að framleiðsla hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Downton Abbey hafi í og með þann tilgang að sætta fólk við að bilið milli stétta sé hin rétta ordnung hlutanna. Kannski stjórnarherrarnir okkar hafi gripið þá hugmynd á lofti og stefni að því að sá bakgrunnur sem „Vesturfararnir“, sem nú er fjallað um á RÚV, bjuggu við sé ákjósanlegt módel til að losna við allt þetta bónbjargafólk úr samfélaginu. Að þeir sem ekki eiga möguleika á að bjarga sér í íslensku samfélagi geti bara freistað gæfunnar annars staðar. Það skyldi þó aldrei vera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er dauði og djöfuls nauð er dygðum snauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Þessi vísa sem eignuð er Bólu-Hjálmari sækir óneitanlega á hugann í kjölfar eldhúsdagsumræðna á Alþingi og kynningu á fjármálafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir komandi ár. Þrátt fyrir háværar fullyrðingar ráðherranna er nefnilega augljóst að undirliggjandi drifkraftur stefnu hennar er að hygla þeim sem betur mega sín á kostnað hinna snauðu og auka þannig hið ört breikkandi bil á milli efri og lægri stétta. Það þykir að vísu ósköp gamaldags og hallærislegt að tala um stéttir í þessu sambandi, hér hefur aldrei verið stéttaskipting að mati hæstvirts forsætisráðherra, eins og hann ítrekaði í ræðu sinni hinn 17. júní í sumar. Við erum öll kóngar í eigin tilveru og höfum jafna möguleika og þeir sem ekki spjara sig eru bara aumingjar sem geta sjálfum sér um kennt. Velferðarþjóðfélag í norrænum anda hefur aldrei notið stuðnings meirihluta þjóðarinnar og því ósköp eðlilegt að stjórnarherrarnir sem komust til valda með innantómum loforðum um meira í ÞINN vasa haldi áfram að hamra það járn. Íslendingar hafa nefnilega aldrei verið hallir undir það viðhorf að þeim beri að gæta síns minnsta bróður. Hann getur bara passað sig sjálfur. „En það er verið að hækka örorku- og ellilífeyri, já, og barnabæturnar líka. Óttalegt bull er þetta,“ segja stuðningsmenn stjórnarinnar. „Skattkerfið er ekki til þess fallið að auka jöfnuð.“ Gott og vel. En virðisaukaskattshækkun á matvæli og kennslugögn, hækkun á þátttöku sjúklinga í lyfja- og lækniskostnaði, hækkun á rafmagni og hita, svo stiklað sé á stóru, vega þá hækkun upp og rúmlega það svo ekki sé nú minnst á skerðingu réttar til atvinnuleysisbóta. Fólkið sem þarf að lifa af þessum „bótum“ öllum á nú þegar varla til hnífs né skeiðar og er ekki í nokkurn stakk búið til að mæta auknum kostnaði við rekstur heimilis. Lækkanir á heimilistækjum koma því fólki heldur ekki til góða því það er enginn afgangur fyrir slíkum „lúxus“ þegar útgjöldum hvers mánaðar hefur verið mætt. Sá misskilningur forsætisráðherra að það sem barnafjölskyldur í landinu þurfi helst á að halda til að auka hamingju sína sé að geta keypt fleiri flatskjái og iPada handa börnunum sínum lýsir í hnotskurn þeirri veruleikafirringu sem kjörnir fulltrúar meirihlutans búa við. Þessi hugsunarháttur er svo sem ekki séríslenskt fyrirbæri. Fyrirmyndir okkar í BNA hafa alltaf fylgt þessari stefnu og íhaldsstjórnin í Bretlandi hefur leynt og ljóst á stefnuskránni að auka bilið milli efri og lægri stétta. Þar í landi hafa gárungar slegið því fram að framleiðsla hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Downton Abbey hafi í og með þann tilgang að sætta fólk við að bilið milli stétta sé hin rétta ordnung hlutanna. Kannski stjórnarherrarnir okkar hafi gripið þá hugmynd á lofti og stefni að því að sá bakgrunnur sem „Vesturfararnir“, sem nú er fjallað um á RÚV, bjuggu við sé ákjósanlegt módel til að losna við allt þetta bónbjargafólk úr samfélaginu. Að þeir sem ekki eiga möguleika á að bjarga sér í íslensku samfélagi geti bara freistað gæfunnar annars staðar. Það skyldi þó aldrei vera?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun