Svart box í Seðlabankanum? Frosti Ólafsson skrifar 12. september 2014 07:00 Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun