Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar 21. nóvember 2024 15:01 Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun